Konur launalausar 36 daga á ári

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvað varðar kynbundinn launamun eru það viss vonbrigði að sjá þessa niðurstöðu. VR konur eru launalausar 36 daga á ári,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Árleg launakönnun meðal félaga VR sem birt var á fimmtudag var til umræðu í þættinum. Í könnuninni kemur meðal annars fram að kyn­bund­inn launamun­ur minnk­ar ekki milli ára. Ef litið er til grunn­launa eru kon­ur með 12,2% lægri laun en karl­ar og þegar búið er að taka til­lit til annarra þátta sem hafa áhrif á laun­in sit­ur eft­ir 9,9% kyn­bund­inn mun­ur á grunn­laun­um.

Sjá frétt mbl.is: Kynbundinn launamunur óbreyttur

Ólafía segir þessa stöðu óásættanlega og setti upp annað dæmi, máli sínu til stuðnings. „VR konur ættu að hætta í sinni vinnu klukkan hálfþrjú því þær eru launalausar eftir það.“

Ólafía benti einnig á að í efnahagslegri uppsveiflu virðist sem svo að launamunur kynjanna aukist en minnki í niðursveiflu. 

Hún leggur til að gerð verði fræðileg úttekt á launamun kynjanna og af hverju hann stafar. „Mannauður er auðlind sem við erum ekki að nýta eins og við eigum að gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka