Ekki skýrsla í skilningi þingskapa

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, ávarpaði þingheim í dag við upphaf þingfundar um skýrslu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um endurreisn bankakerfisins. Sagði hann álit sitt það að skýrslan væri ekki skýrsla í skilningi þingskapa.

Vísaði Einar þar til þess að skýrslan hefði ekki verið tekin til hefðbundinnar umfjöllunar í fjárlaganefnd. Sagðist hann því líta svo á að málið væri enn til umfjöllunar í nefndinni.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu afgreiðslu Einars harðlega undir liðnum fundarstjórna forseta og sögðu hana ódýra. Skýrslan hefði verið kynnt sérstaklega á blaðamannafundi sem skýrsla á vegum fjárlaganefndar. Nefndin og þingið hefði þannig verið misnotað.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði á frekari viðbrögð forseta Alþingis. Katrín Júlíusdóttir, samflokksmaður hennar, sagðist ekki geta skilið Einar öðruvísi en svo að hann væri sammála gagnrýni stjórnarandstöðunnar.

Höfundar biðji hlutaðeigandi afsökunar

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, fór fram á það að skýrslan yrði dregin til baka og forseti Alþingis færi fram á það við höfunda hennar, Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson, bæðu þá sem bornir hefðu verið þungum sökum í skýrslunni afsökunar.

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, veltu því upp hvernig þessir einstaklingar gætu leitað réttar síns. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði Guðlaug og Vigdísi, sem eitt sinn hefðu farið fyrir hagræðingarnefnd ríkisstjórnarinnar, væru nú aðallega í því að hagræða sannleikanum.

Guðlaugur Þór sagði enga sérfræðinga eða embættismann hafa verið borna sökum í skýrslunni. Það væru stjórnmálamenn sem bæru ábyrgðina á endurreisn bankans. Kallaði hann eftir því að formleg rannsókn yrði gerð á því hvernig staðið hefði verið að endurreisn bankakerfisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert