Þarf kannski að herða reglur

„Það skiptir höfuðmáli að kerfið nýtist fólki sem kemur hingað frá stríðshrjáðum svæðum. Við þurfum kannski að herða á reglunum, þannig að þeir sem ekki uppfylla skilyrði um neyðarhjálp verði sem fyrst sendir aftur úr landi,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún flöskuhálsinn í afgreiðslu hælisumsókna ekki Útlendingastofnun heldur úrskurðarnefndin þangað sem hælisleitendur geta kært úrskurð stofnunarinnar.

Reglur hér á landi, hvað varðar hælisleitendur, séu ekki rýmri en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Það hafi þó verið sérstakt vandamál hér hve langan tíma hælisumsóknir taka í kerfinu. Útlendingastofnun hefur stytt afgreiðslutíma þeirra umsókna hælisleitenda, sem eru þess eðlis að þær uppfylla ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir hælisveitingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert