Ekkert frostaveður í kortunum

Spáð er rigningu sunnan- og vestanlands á morgun.
Spáð er rigningu sunnan- og vestanlands á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slæma veðrið sem hefur verið á landinu undanförnu er að mestu leyti gengið yfir. Spáð var stormi á hálendinu framan af degi en núna er vindurinn þar um 20 metrar á sekúndu.

Áfram er reiknað með suðlægum áttum á landinu í dag. Á morgun er búist við ákveðinni suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestanlands og þannig verður veðrið áfram um helgina. Um landið norðaustanvert verður að mestu þurrt og bjart.

Frétt mbl.is: 17 gráður á Vopnafirði og Ólafsfirði

Aðspurð segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, að ekkert frost sé í kortunum næstu daga.

„Það á aðeins að kólna eftir helgi og það gæti eitthvað farið að frysta, sérstaklega inn til landsins að næturlagi. En það er ekkert vetrarveður í kortunum eins og staðan er núna.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert