Ótímabær umfjöllun um Gurrý

Þátt­ur Gurrý­ar sem fjall­ar um plöntu­vernd var tek­inn af vef …
Þátt­ur Gurrý­ar sem fjall­ar um plöntu­vernd var tek­inn af vef RÚV.

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að draga til baka kröfu sína um að hluta þáttaraðarinnar „Í garðinum með Gurrý“ verði breytt eða að þátturinn í heild verði ekki aðgengilegur til endursýningar. Ljóst sé að umfjöllun stofnunarinnar hafi verið ótímabær.

Eins og fram kom á mbl.is fór Umhverfisstofnun fram á það 13. júní að garðyrkjuþátturinn „Í garðinum með Gurrý“, sem sýndur er á RÚV, yrði tekinn úr sýningu eða breytingar gerðar á honum þannig að hann stæðist reglur um vörukynningar. 

Frétt mbl.is: Vilja Gurrý af skjánum

„Vegna fréttar Umhverfisstofnunar frá 13. júní s.l. þar sem stofnunin krafðist þess að Ríkisútvarpið breytti tilteknum þætti „Í garðinum með Gurrý“ eða tæki hann úr sýningu, þar sem fjallað var um plöntuvernd og tvær tilteknar vörur til nota gegn skaðvöldum í görðum, vill stofnunin taka eftirfarandi fram:

Að betur athuguðu máli er það niðurstaða Umhverfisstofnunar að draga til baka þá kröfu að sá hluti 5. þáttar í þáttaröðinni „Í garðinum með Gurrý“ sem varðar umfjöllun um þessar tilgreindu plöntuverndarvörur verði breytt eða að þátturinn í heild verði ekki aðgengilegur til endursýningar óbreyttur. Af hálfu stofnunarinnar er málinu að fullu lokið.

Ljóst er að umfjöllun um málið á sínum tíma var ótímabær og kom illa við hlutaðeigandi og biðst stofnunin velvirðingar á því,“ segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar í dag.

Frétt mbl.is: Gurrý fjarlægð af vef RÚV

Frétt mbl.is: Um mannleg mistök að ræða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert