Tíu útskrifaðir eftir rútuslysið

Rútan fór út af Þingvallavegi og lenti á hliðinni.
Rútan fór út af Þingvallavegi og lenti á hliðinni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Tíu manns af þeim sautján sem fluttir voru á bráðamóttöku Landspítalans eft­ir að rúta valt á Þing­valla­vegi til móts við Skála­fell fyr­ir há­degi í dag hafa verið útskrifaðir. Tveir eru á gjörgæslu og fimm hafa verið lagðir inn á almennar deildir að sögn Guðnýjar Helgu Her­berts­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúi Land­spít­al­ans. 

Frétt mbl.is: Tveir á gjörgæslu eftir rútuslysið

Fjöru­tíu og tveir voru í rút­unni en restin af farþegunum var flutt í fjölda­hjálp­ar­stöð Rauða kross­ins í Mos­fells­bæ. Farþegar voru mestmegnis kínverskir ferðamenn en leiðsögumaður og ökumaður rút­unn­ar voru ís­lensk­ir. 

Mik­ill viðbúnaður var hjá lög­reglu, slökkviliði og björg­un­ar­sveit­um vegna rútu­slyssins og beita þurfti klippum til að ná sumum farþegum úr rútunni. Þá var Landspítalinn settur á gult viðbúnaðarstig, sem felur í sér að kallað var út aukastarfsfólks og verklagi sem er sniðið að fjöldaslysum var komið á. 

Komið hefur fram að rútan var á sumardekkjum en él hafði safnast á veginum frá fyrsta snjómokstri um morguninn. Rútan hefur verið rétt við og var Þingvallarvegur var opnaður á ný um hálffjögurleytið í dag. 

Annað rútuó­happ varð í Hvera­dala­brekk­unni á Hell­is­heiði í morg­un eng­in slys urðu á fólki, að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert