Staðfesti 16 ára dóm yfir Gunnari Erni

Hæstiréttur staðfesti 16 ára fanglesisdóm yfir Gunnar Erni fyrir manndráp.
Hæstiréttur staðfesti 16 ára fanglesisdóm yfir Gunnar Erni fyrir manndráp. mbl.is/Þórður

Hæstiréttur hefur staðfest 16 ára fangelsisdóm Héraðsdóms Vesturlands yfir Gunnari Erni Arnarsyni, sem varð Karli Birgi Þórðarsyni að bana í heimahúsi á Akranesi í október í fyrra.

Gunnar Örn var sakfelldur fyrir að manndráp. Árás­in átti sér stað á heim­ili á Akra­nesi 2. októ­ber í fyrra en Karl lést fimm dög­um síðar. Gunn­ar er dæmd­ur fyr­ir að hafa hert að hálsi Karls með hönd­un­um og með því að bregða belt­isól og fatareim um háls­inn á hon­um og herða að. Þar með talið með því að binda hnút á reim­ina svo hún losnaði ekki frá háls­in­um, og stuttu síðar með því að bregða reim­inni að nýju um háls­inn á Karli Birgi og herða að, eft­ir að end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir voru hafn­ar. 

Gunnar Örn neitaði sök, en hann var talinn hafa verið í óminnisástandi vegna neyslu áfengis og lyfja þegar hann banaði Karli Birgi. 

Frétt mbl.is: 16 dómur fyrir manndráp

Gunnar Örn hafði farið fram á að dómur héraðsdóms yrðir ómerktur af því að mat héraðsdóms á munnlegum framburði hans hafi verið rangur. Hæstiréttur bendir í úrskurði sínum á að í þeim dómi komi fram að framburður Gunnars hafi frá upphafi verið ruglingslegur og á reiki um aðdraganda þess að Karl fannst meðvitundarlaus og með reim um hálsinn á heimili Gunnars.

„Hann hafi einnig orðið margsaga í fjölmörgum og veigamiklum atriðum um atburði þá sem urðu á heimilinu þennan dag, auk þess sem framburður ákærða beri þess skýr merki að hann hafi leitast við að laga framburðinn að nýjum upplýsingum eftir því sem þær komu fram,“ segir í dómi Hæstaréttar.

Gunnar Erni var einnig gert að greiða fyrrum sambýliskonu Karls Birgirs 800.000 kr. miskabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert