Metár framundan í íbúðarbyggingum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Metár er framundan í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Þetta sagði Dagur B. Eggertsson í ræðu sinni þegar hann kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í dag. Sagði hann borgina hafa lagt áherslu að tryggja að aukið magn leigu- og búseturéttaríbúða yrði hluti þessar uppbyggingar og þar skipti skipulag nýrra byggingarsvæða miklu máli.

Þá sagði Dagur að úthlutun lóða yrði umtalsverð í borginni á næsta ári. Í fjárhagsáætlun borgarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að sala lóða muni nema 3,7 til 4,4 milljörðum árlega.

Þá er gert ráð fyrir um 800 milljónum sem veitt verði í svokallaða stofnstyrki vegna verkefna leigufélaga sem ætla að byggja fyrir námsmenn, tekjulægri eða félagslegar íbúðir. Samkvæmt því má áætla að árlega megi reisa íbúðir að verðmæti 6,5 milljarðar króna tengt þessu verkefni að sögn Dags.

Mikil uppbygging íbúðahúsnæðis er framundan að sögn Dags.
Mikil uppbygging íbúðahúsnæðis er framundan að sögn Dags. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert