Bjarni fundar með Sigurði Inga

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson funda í dag.
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson funda í dag. mbl.is/Golli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun funda með Sigurði Inga Jóhannssyni , formanni Framsóknarflokksins, í ráðherrabústaðnum klukkan 17 í dag. 

Þetta staðfesti Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna, við mbl.is. 

Sigurður Ingi verður fyrsti formaðurinn sem Bjarni fundar með eftir að hann fékk umboð frá forseta Íslands í morgun til stjórnarmyndunar.

Frétt mbl.is: Bjarni Benediktsson fær umboðið

Bjarni Benediktsson ræðir við fjölmiðla á Bessastöðum í dag.
Bjarni Benediktsson ræðir við fjölmiðla á Bessastöðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sitja í ríkisstjórn, sem mun starfa þangað til ný stjórn verður mynduð. 

Ekkert hefur verið ákveðið varðandi fundarhöld Bjarna með öðrum formönnum þingflokka í dag. 

Eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins í Valhöll sagði Bjarni að ólíklegt væri að hann næði að ræða við formenn allra flokkanna sem fengu þingmenn kjörna í dag. Bjóst hann við því að ræða við fleiri formenn á morgun og næstu daga. 

Frétt mbl.is: Ólíklegt að Bjarni hitti alla í dag

Bjarni var spurður út í meiri­hlutaviðræður og lík­leg­ustu rík­is­stjórn á Bessastöðum í morgun, meðal ann­ars hvort hann myndi skoða stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar. Það yrði 32 manna stjórn, sem er minnsti mögu­legi meiri­hluti. Sagði hann það aug­ljós­lega einn mögu­leika en að það væri mjög knapp­ur meiri­hluti.

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert