Efast um að Trump verði hættulegur

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki vera sérstaklega ánægður með það að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna í nótt.

„Ég er ekkert sérstaklega glaður en svona var niðurstaðan. Aðalatriðið er að þjóðin geti sameinast um nýjan forseta,“ sagði Brynjar í hádeginu fyrir utan Valhöll þar sem þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn.

Margir óttast að Trump verði hættulegur í embætti en Brynjar leyfði sér að efast um það. „Ég er ekki viss um það. Er ekki stjórnkerfið með þeim hætti þarna að það er mjög erfitt að vera hættulegur í embætti. Ég held það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert