Aukin þátttaka í hverfakosningu

Íbúar verða að velja hverfi í borginni og geta því …
Íbúar verða að velja hverfi í borginni og geta því næst kosið um 20 verkefni.

Útlit er fyrir að þátttaka í hverfakosningu Reykjavíkur verði betri í ár en í fyrra að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá borginni. Í dag höfðu um 5.700 kosið um framkvæmdir í hverfum borgarinnar, sem eru 5,6% íbúa, og er enn vika þar til kosningu lýkur. Í fyrra var kosningaþátttakan 7,3% og er því útlit fyrir að kosningaþáttta í ár verði meiri en áður.

Síðasti dagur til að kjósa er fimmtudagurinn 17. nóvember og er kosið á vefnum kosning.reykjavik.is

Allir íbúar sem verða 16 ára í ár og eldri hafa kosningarétt og geta kosið á milli 20 verkefna eftir að hafa valið borgarhluta.

Hverfakosningarnar eru síðasta stigið af fjórum í samráðsferli íbúa, hverfisráða og Reykjavíkurborgar og eru niðurstöðurnar bindandi. Verkefni sem íbúar kjósa verða síðan til framkvæmda á tímabilinu apríl til september á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert