Skutu rjúpur á sumarbústaðalandi

Augljóst var að rjúpurnar voru skotnar innan marka sumarbústaðarlandsins. Mynd …
Augljóst var að rjúpurnar voru skotnar innan marka sumarbústaðarlandsins. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Lögreglan á Egilsstöðum hafði eftirlit með rjúpnaskyttum um helgina. Á ferðum sínum um umdæmið varð lögreglan þess vör að búið var að skjóta rjúpur inn í sumarbústaðalandi á Einarsstöðum, suður af Egilsstöðum.

Í samtali við mbl.is segir lögreglan það augljóst að rjúpan hafi verið skotin innan marka sumarbústaðalandsins. „Þetta varðar við lög en svo er allt rangt við þetta siðferðislega,“ segir Jens Hilmarsson lögreglumaður.

Hann segir afar sjaldgæft að lögreglan verði vör við veiðar sem þessar þar sem menn láti fuglana yfirleitt eiga sig í byggð og njóti þess frekar að horfa á þá. Þegar lögreglan mætti á svæðið voru veiðimennirnir á bak og burt.

Yfir heildina voru veiðimenn þó vel búnir til veiða og með tilskilin leyfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert