Búist við kærum „í fleirtölu“

Karlmaðurinn er erlendur og á fimmtugsaldri.
Karlmaðurinn er erlendur og á fimmtugsaldri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki hefur verið óskað gæsluvarðhalds yfir manninum sem handtekinn var í gær, grunaður um að áreita ung­ar stúlk­ur og birta mynd­ir af þeim á net­inu. Í svari lögreglunnar á Suðurnesjum við fyrirspurn mbl.is segir að handtakan hafi ekki átt sér langan aðdraganda. Þá sé málið til rannsóknar.

Frétt mbl.is: Grunaður um að áreita ungar stúlkur

Fram kemur einnig í svarinu að ljóst sé að kærur gagnvart manninum muni berast „í fleirtölu“ vegna málsins. Maðurinn er erlendur og á fimmtugsaldri.

mbl.is fékk í gær staðfest hjá lögreglunni að hann yrði í haldi yfir nótt og að hann yrði yfirheyrður nánar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert