Fundinum í Alþingishúsinu frestað

Við upphaf fundarins í morgun.
Við upphaf fundarins í morgun. mbl.is/Rax

Fundi forsvarsmanna flokkanna fimm sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum sem átti að hefjast í Alþingishúsinu klukkan 16 hefur verið frestað um eina klukkustund. 

Ástæðuna segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vera að ræða þurfi betur ákveðin mál. 

Hún sagðist ekki vita hversu lengi fundurinn muni standa yfir en tók fram að hún ætlaði að ræða við forseta Íslands að honum loknum og greina honum frá stöðu mála.  

Forsvarsmenn flokkanna funduðu í tæpa eina og hálfa klukkustund í morgun. 

Frétt mbl.is: „Nú þarf að taka ýmsar ákvarðanir“

Að honum loknum sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, að fundurinn sem hefst klukkan 17 verði úrslitafundur. 

Frétt mbl.is: Segir fundinn í dag úrslitafund

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert