BBC fjallar um björgunarsveitirnar

Frá hálendisvakt björgunarsveitanna. Mynd úr safni.
Frá hálendisvakt björgunarsveitanna. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Fjölskylda föst í fannbreiðu. Lofthrædd kona uppi á fjalli. Göngumaður dottinn í hraungjótu. Þetta eru aðeins nokkur þeirra verkefna sem íslenskar björgunarsveitir þurfa að glíma við.“

Þannig hefst kynning á nýjum þætti sem framleiddur er af BBC um Slysavarnafélagið Landsbjörg og hálendisvakt björgunarsveitanna.

Útvarpsmaðurinn Paul Smith kom hingað til lands í sumar og tók liðsmenn hálendisvaktarinnar tali. Athygli hans virðist vekja að sveitirnar fjármagni sig sjálfar og að þær skipi sérþjálfaðir sjálfboðaliðar.

Þá er þess getið að hingað til lands komi um tvær milljónir ferðamanna í ár. Leitast Smith við að svara því hvernig sveitirnar bregðast við álagi sem því fylgir.

Sjá þáttinn á vef BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert