Gaf sig fram við lögreglu

Lögreglubílar og sjúkrabíll við Fellsmúla í dag gær.
Lögreglubílar og sjúkrabíll við Fellsmúla í dag gær. mbl.is

Annar einstaklinganna, sem lögreglan leitaði vegna rannsóknar á meintri frelsissviptingu í Fellsmúla, hefur gefið sig fram við lögreglu. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að lögreglan leitaði pars, karls og konu, í tengslum við rannsókn málsins.

Frétt mbl.is: Leita að pari vegna frelsissviptingar

„Við erum búin að ná tali af öðru þeirra,“ segir Grímur. „Málið er í rannsókn og engin afstaða hefur verið tekin til gæsluvarðhalds út frá því.“

Einstaklingurinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu í dag, en samkvæmt heimildum mbl.is er um konuna að ræða. Mun hún vera 22 ára.

Handteknum sleppt úr haldi

Mönnunum tveimur, sem handteknir voru í gær vegna rannsóknar málsins, hefur þá verið sleppt úr haldi. Spurður af hverju þeir hafi verið handteknir segir Grímur að þeir hafi verið grunaðir um aðkomu að frelsissviptingunni. 

„Við nánari skoðun kemur í ljós að þeirra þáttur er lítill.“

Frétt mbl.is: Fór á milli hæða

Uppfært klukkan 17:02

Maðurinn sem var leitað að hefur einnig gefið sig fram við lögreglu og mun hann fara í skýrslutöku eftir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert