Konunni sleppt úr haldi

Kona á fertugsaldri var handtekin grunuð um íkveikju.
Kona á fertugsaldri var handtekin grunuð um íkveikju. mbl.is/Þórður Arnar

Lögregla hefur sleppt úr haldi konu sem handtekin var á fimmtudag vegna gruns um að hafa kveikt í fjölbýlishúsi við Hafnargötuna í Reykjanesbæ aðfaranótt fimmtudags.

Frétt mbl.is: Kona í haldi grunuð um íkveikju

Íbúar urðu að yf­ir­gefa húsið í mikl­um flýti þegar eld­ur­inn braust út, en um þrjátíu manns búa í hús­inu. Þar á meðal eru fjöl­skyld­ur úr hópi hæl­is­leit­enda sem dvelja í hús­inu á veg­um Reykja­nes­bæj­ar. 

Rann­sókn lög­reglu beind­ist fljótt að kon­unni, sem er á fer­tugs­aldri. Fyrr­ver­andi kær­asti kon­unn­ar er íbúi í hús­inu og er talið að meint íkveikja henn­ar hafi beinst gegn hon­um.

Áfram með stöðu grunaðs

Greint var frá því á mbl.is í síðustu viku að kviknað hafi í bíl við þetta sama hús í sum­ar. Þá var einnig grun­ur um íkveikju.

Jón Hall­dór Sig­urðsson, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, seg­ir í sam­tali við mbl.is að konunni hafi verið sleppt úr haldi á föstudag, eftir að ákveðið var að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir henni. Hún sé þó áfram með stöðu grunaðs í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert