Hælisleitandinn er látinn

Hælisleitandinn sem hellti yfir sig bensíni og kveikti í síðastliðinn miðvikudag er látinn, að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Atvikið átti sér stað við húsnæði hælisleitenda í Víðinesi.

Maðurinn var frá Makedóníu en hafði sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mál hans var til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála.

Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að hlúa að íbúum og starfsmönnum Víðiness þegar atvikið átti sér stað. Sama dag hótaði annar hælisleitandi að skaða sjálfan sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert