Segir staðsetninguna og aðbúnaðinn vera vandamálið

Í Víðinesi eru litlir innviðir og takmarkaðar samgöngur.
Í Víðinesi eru litlir innviðir og takmarkaðar samgöngur. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er ekki endilega aðstaðan sjálf heldur staðsetningin og aðbúnaðurinn sem við höfum fyrst og fremst verið að benda á,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, um aðstöðu fyrir hælisleitendur í Víðinesi og Arnarholti.

„Bæði vantar innviði á þessum stöðum og bæta þyrfti samgöngur því í dag er þetta ekki spurning um það hvað fólk hefur þarna fyrir stafni heldur frekar hvað það hefur ekki fyrir stafni. Það mætti huga betur að sameiginlegu rými á stöðunum og hafa eitthvað fyrir fólk að gera, einhverja iðju. Þá þyrfti að auka aðgengi að almennri heilsugæslu og huga betur að andlegri líðan hælisleitenda og hafa aðgengilegri úrræði fyrir þá sem þau þurfa,“ segir Atli.

Hann segist telja heppilegra að sveitarfélögin sinni því verkefni að annast þá sem hingað sækja hæli fremur en Útlendingastofnun og vísar þar til reynslu sveitarfélaganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert