47 sýrlenskir flóttamenn til Íslands

Eyðilegging blasir við í bænum Douma í Sýrlandi.
Eyðilegging blasir við í bænum Douma í Sýrlandi. AFP

Von er á 47 sýrlenskum flóttamönnum til landsins í janúarlok. Um er að ræða nokkrar fjölskyldur og er fólkið á öllum aldri; sá yngsti tveggja ára en sá elsti um áttrætt. Frá þessu greindi RÚV í gærkvöldi.

Í frétt RÚV segir m.a. að fólkið hefur hafst við í flóttamannabúðum í Líbanon síðustu ár. Þá segir að 21 muni setjast að í Reykjavík, 21 í Árborg og Hveragerði, og fimm á Akureyri.

„Það er húsnæðið sem skiptir öllu máli. Við erum að vinna í því að finna húsnæði og síðan þarf að undirbúa allt fagfólkið sem kemur að vinnu með þessu fólki,“ hefur RÚV eftir Eddu Ólafsdóttur, verkefnastjóra hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Nánar á vef RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka