Kona í sjónum við Dyrhólaey

Dyrhólaey.
Dyrhólaey. mbl.is/Jónas Erlendsson

Björgunarsveitir af Suðurlandi eru komnar í Kirkjufjöru við Dyrhólaey, vestan Reynisfjöru, eftir að útkall barst um eittleytið um að manneskja væri þar í sjónum. 

Björgunarskipið Þór frá Vestmannaeyjum hefur einnig verið kallað út, að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig á leiðinni á staðinn. 

Fyrst var talið að manneskjan væri í sjónum við Reynisfjöru en það reyndist ekki rétt. 

Uppfært kl. 13.40: Um er að ræða konu á fimmtugsaldri sem er í sjónum. Aðstæður á staðnum eru erfiðar fyrir björgunarsveitarmenn og eru öldurnar stórar. Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar á staðinn eftir um fimmtán mínútur. 

Uppfært kl. 13.58: Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á staðinn en ekki hefur tekist að finna konuna. 

Kirkjufjara.
Kirkjufjara. Ljósmynd/Umhverfisstofnun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert