Umhverfisstofnun undirbýr bann við göngu að sjónum í Kirkjufjöru

Erlendir ferðamenn við Reynisfjöru.
Erlendir ferðamenn við Reynisfjöru. mbl.is/Ómar Óskarsson

Umhverfisstofnun vinnur að lokun Kirkjufjöru í Dyrhólaey vegna sterkra sjávarstrauma og grjóthruns. Þar varð banaslys í gær þegar erlendur ferðamaður lenti í sjónum. Honum skolaði á land austan við Dyrhólaey.

Keðjugirðing afmarkar fjöruna frá aðalgöngustígnum í Kirkjufjöru. Fólk sem vill fara niður að sjónum getur klofað yfir girðinguna og einnig er hægt að komast aðra leið að sjónum. Skilti varar við hættum.

Umhverfisstofnun er að láta útbúa stærra skilti til að setja við göngustíginn þar sem fólki er beinlínis bannað að fara að sjónum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert