„Það eru engin verkefni“

„Fiskvinnslufólk verður atvinnulaust og sjómenn náttúrlega eru ekki að róa þannig að það eru engin verkefni,“ segir Kristófer Jónsson, sjómaður á Höfrungi III., um ástandið í heimabæ sínum, Akranesi, vegna verkfalls sjómanna.

Sjómenn segjast ekki munu mæta til vinnu verði lög sett á verkfallið en þeir mættu fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara í hádeginu, þar sem samningsmenn deiluaðila funduðu, til að sýna samstöðu í kjarabaráttunni.

„Ef við eigum að geta samið um okkar kjör og það liggur alltaf í loftinu að það geti verið sett lög á verkföll þá erum við bara ekki í neinni samningsaðstöðu,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson sem er einn skipuleggjenda mótmælanna.

Þeir sem sjómenn sem mbl.is ræddi við gáfu lítið fyrir fullyrðingar forsvarsmanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að launakjör þeirra væru í raun mjög góð.

mbl.is var í Borgartúni í dag þar sem sjómenn komu saman.

Leiðrétting 15.48: Í myndskeiðinu kemur fram að Jón Grétar Levy Jónsson heiti Jón Grétar Leifur Jónsson. Það leiðréttist hér með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert