Benedikt lék fyrsta leikinn

Bendedikt Jóhannesson lék fyrsta leikinn.
Bendedikt Jóhannesson lék fyrsta leikinn. mbl.is/Golli

Nóa Siríus-mótið 2017, gestamót Hugins og skákdeildar Breiðabliks, hófst í Stúkuloftum á Kópavogsvelli í kvöld. Það er eitt sterkasta skákmót ársins en það er nú haldið í sjöunda sinn. Teflt er einu sinni í viku.

Benedikt Jóhannesson, verðandi fjármálaráðherra, lék fyrsta leikinn. 

Yfir 60 snjallir og efnilegir skákmenn á öllum aldri eru skráðir til leiks. Teflt verður í tveimur flokkum eins og á síðasta ári.

Um fjörutíu keppendur eru skráðir til keppni í A-flokki þar sem þátttakendur hafa yfir 2000 eló skákstig, auk þeirra skákmanna sem unnu sér þátttökurétt með frammistöðu sinni í B-flokki á síðasta ári. Meðalstig keppenda í A-flokki eru vel yfir 2200 eló stig, að því er kemur fram á skak.is.

Fimm stórmeistarar eru skráðir til leiks, þar á meðal Friðrik Ólafsson sem verður 82 ára 26. janúar, á meðan mótið stendur yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert