Ekki skráð sem íbúðarhúsnæði

Búið er að setja plötur fyrir glugga veitingahússins Bingó að …
Búið er að setja plötur fyrir glugga veitingahússins Bingó að Smiðjuvegi. mbl.is/Golli

Útleiga á ósamþykktum íbúðum er vaxandi vandamál, að mati sviðsstjóra forvarnasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðið þar sem eldur kviknaði á Smiðjuvegi í nótt er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði en þar búa 12 til 15 manns.

Frétt mbl.is: Eldurinn kviknaði í Bingó

Í samtali við Rúv segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnasviðs hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðið hafi það sterklega á tilfinningunni að útleigan sé að aukast.

Hann segir slökkviliðið ekki hafa haft mannafla til að kortleggja stöðu mála.

Í tilkynningu sem slökkviliðið sendi frá sér í morgun segir að það hafi tekið um þrjár klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins sem reyndist vera í þaki eða millilofti á milli verslunar og veitingahússins.

Eldsupptök eru ókunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert