Skýrslur af starfsfólki ekki teknar

Skemmtistaðurinn Húrra stendur við Tryggvagötu.
Skemmtistaðurinn Húrra stendur við Tryggvagötu. mbl.is/Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekið skýrslur af starfsfólki skemmtistaðarins Húrra við Tryggvagötu vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Síðast er vitað til þess að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á staðnum aðfaranótt laugardags.

Jón Mýrdal, eigandi Húrra, býst við því að lögreglan muni fljótlega tala við starfsfólkið. 

Að sögn Jóns kom lögreglan á Húrra aðfaranótt sunnudags og spurði meðal annars út í eftirlitsmyndavélakerfi staðarins.

Lögreglan fékk afrit af öllum þeim skrám en í myndavél sem er beint að útgangi staðarins sást Birna labba út. Staðurinn lét móður Birnu vita af þessu í gegnum Facebook.   

„Þetta er hræðilegt. Hún er búin að vera týnd í þrjá daga. Ég er sjálfur faðir og ég myndi fá taugaáfall,“ segir Jón í samtali við mbl.is. „Þetta er eins ömurlegt og það getur gerst.“

Jón segir að starfsfólk Húrra muni gera allt sem í valdi þess stendur til að aðstoða við leitina að Birnu.

Jón Mýrdal, eigandi Húrra.
Jón Mýrdal, eigandi Húrra.
Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert