Alls 261 tekið þátt í aðgerðum

Alls hafa björgunarsveitarmenn sem hafa tekið þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur verið 261. Mest hafa 130 manns verið við leit hverju sinni. Sveitirnar koma reglulega að leit í lögreglurannsóknum þó ekki sé það alltaf til umfjöllunar í fjölmiðlum.

Þekktasta lögreglurannsóknin er Guðmundar og Geirfinnsmálið. Ekki er óalgengt að sveitirnar leiti í miðbænum en síðast leituðu björgunarsveitirnar þar árið 2015 þegar leitað var að Herði Björnssyni.

Í samanburði við aðrar aðgerðir hefur þessi ekki verið mannfrek. Um 480 manns leituðu til að mynda að rjúpnaskyttu á Fljóts­dals­héraði í nóvember. 

Samkvæmt upplýsngum frá Landsbjörg eru vinnuveitendur margir mjög velviljaðir sveitunum og ekki er óalgengt að fólk verði ekki fyrir vinnutapi vegna starfs síns hjá sveitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert