Fá enn vísbendingar vegna hvarfsins

Hörður Björnsson
Hörður Björnsson

Enn berast vísbendingar til lögreglu vegna leitarinnar að Herði Björnssyni sem saknað hefur verið í rúmar tvær vikur. Kannar hún vísbendingarnar í samvinnu við lögreglu en enn sem komið er hefur leit ekki borið árangur.

Hörður sást síðast á Laugarásvegi í Reykjavík um fjögurleytið aðfaranótt miðvikudagsins 14. október sl. og var hann berfættur.

Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir greinilegt að fólk sé meðvitað um hvarf Harðar. Leit verður haldið áfram en hún verður þó ekki umfangsmikil nema haldgóðar vísbendingar liggi fyrir.

Hörður er 188 cm á hæð, grann­ur, ljós­hærður og með rautt skegg. Síðast er vitað um ferðir hans á Laug­ar­ás­vegi í Reykja­vík um kl. 04.00 þann 14. októ­ber sl. Hörður er ekki tal­inn hættu­leg­ur, seg­ir í til­kynn­ingu sem send var út á laug­ar­dags­morg­un vegna leit­ar­inn­ar.

All­ir þeir sem hafa ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar um hvar Hörður get­ur haldið sig eru beðnir um að hafa sam­band við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu í síma 444 1000 eða senda skila­boð á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert