Kæra úrskurðinn vegna alvarleika málsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um tveggja vikna gæsluvarðhald vegna alvarleika málsins að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns en farið var fram á að það yrði fjórar vikur. 

Hann segir að ávallt séu að bætast við ný sönnunargögn í málinu, lögreglunni miði nú vel áfram og að verið sé að upplýsa málið.

mbl.is ræddi við Grím í dag en viðtalið var tekið áður en upplýsingar bárust um að fjórði maðurinn í áhöfn Polar Nanoq hefði verið handtekinn í nótt eftir að fíkniefni fundust um borð í skipinu.

Í upphafi myndskeiðsins er rætt við Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóra og saksóknara, í Héraðsdómi Reykjaness eftir að gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum var staðfest. Þá sést þegar mennirnir eru leiddir út úr réttarsalnum með handklæði yfir höfði sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert