Tveggja vikna varðhald staðfest

Skipverji af togaranum Polar Nanoq leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi …
Skipverji af togaranum Polar Nanoq leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Reykjaness hefur staðfest tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur skipverjum af grænlenska togaranum Polar Nanoq farið var fram á gæsluvarðhald yfir.

NÝ FRÉTT MBL.IS: Tveir menn í varðhald

Tveir menn, sem eru báðir grænlenskir og voru handteknir um borð í skipinu um kl. 13 í gær, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjaness um hádegi.

Mennirnir eru báðir grunaðir um refsiverða háttsemi í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur, að því er Einar Guðberg Jónsson lögreglufulltrúi sagði í samtali við fréttastofu RÚV í hádeginu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum. Dómari hefur þegar staðfest tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra. Enn á eftir að fá niðurstöðu í kröfu lögreglunnar yfir hinum manninum.

Verið er að rannsaka hvort að þriðji maðurinn, sem handtekinn var um borð í togaranum í gær, sé viðriðinn málið. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Yfirheyrslur yfir honum hófust í morgun. Hinir tveir voru yfirheyrðir til skiptis í alla nótt og fram undir morgun. Þeim yfirheyrslum verður fram haldið í dag.

Verjandi mannsins, sem búið er að staðfesta varðhald yfir, neitaði að tjá sig við fjölmiðlamenn í dómshúsi Héraðsdóms Reykjaness er niðurstaðan lá fyrir.

Fréttin verður uppfærð.

Lögreglumenn fylgdu tveimur mönnum, sem grunaðir eru um aðild að …
Lögreglumenn fylgdu tveimur mönnum, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, í Héraðsdóm Reykjaness í hádeginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert