Fjórfalt fleiri mál í fyrra en árið áður

Hælisleitendur mótmæla við dómsmálaráðuneytið.
Hælisleitendur mótmæla við dómsmálaráðuneytið. mbl.is/RAX

Kærunefnd útlendingamála sinnti á síðasta ári fjórfalt fleiri málum hælisleitenda en árið 2015. 450 mál komu til kasta nefndarinnar árið 2016 og 122 mál árið 2015.

Málsmeðferðartími styttist frá fyrra ári, en síðustu þrjá mánuði ársins var hann 84 dagar að meðaltali og þar með undir 90 daga málsmeðferðarmarkmiðum stjórnvalda.

Nefndarmönnum í kærunefndinni var á árinu fjölgað úr þremur í sjö og var varaformaður skipaður í fullt starf við nefndina. Staðfestingarhlutfall úrskurða þar sem vísað er úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hækkaði úr 73% í 82% milli ára. Í öðrum hælismálum fór hlutfallið úr 63% í 80%.

Í tilkynningu frá kærunefndinni segir að þrátt fyrir góðan árangur á síðasta ári gefi fjárheimildir kærunefndarinnar vegna ársins 2017 ekki ástæðu til bjartsýni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert