Aðgerðastjórnendur af öllu landinu bættust við í nótt

Farið af stað á fjórhjólum.
Farið af stað á fjórhjólum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitirnar eru lagðar af stað í leit dagsins. Um fimm hundruð björgunarsveitarmenn voru mættir í húsakynni Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á níunda tímanum í morgun á skipulagsfund. Um klukkustund síðar var húsið nánast tómt og allir lagðir af stað til leitar.

Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir svæðið víðfeðmt eða nánast allt suðvesturhorn landsins. Í gærkvöldi og í nótt bættust aðgerðastjórnendur við af nánast öllu landinu. „Þannig að núna erum við með aðgerðastjórnendur af öllu landinu, bæði til að létta af fólki og til að tryggja að það sé nægileg yfirsýn og nægilegur fjöldi fólks að vinna úr gögnum og upplýsingum sem berast,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þetta er ein stærsta leit sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur staðið fyrir en undirbúningur fyrir leitina tók um tvo til þrjá sólarhringa. „Það er ástæðan fyrir því að allt gekk vel upp í gær. Leitin var vel skipulögð í yfir tvö þúsund leitarsvæði þar sem hver leitarhópur afgreiðir eitt leitarsvæði í einu. Þetta er fínleit en þá eru öllu snúið við og kíkt ofan í allar holur og gjótur og leitað að vísbendingum,“ segir Þorsteinn. Dæmi um það hversu vel var leitað í gær er að í hrauninu fundust fimm til sex iPhone-símar en enginn þeirra var þó síminn hennar Birnu.

Þorsteinn segir öll svæðin sem leitað er á í dag jafnmikilvæg en það skipti einnig miklu máli að skrá allar upplýsingar niður. Eins og áður sagði er nú megináherslan á suðvesturhorni landsins en engin áhersla er á svæðið vestan við Hvalfjarðargöng.

Mikill samhugur er meðal björgunarsveitarfólks um að veita aðstoð við …
Mikill samhugur er meðal björgunarsveitarfólks um að veita aðstoð við að leita að Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Málin rædd áður en leit hófst í morgun.
Málin rædd áður en leit hófst í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Björgunarsveitarmenn fengu upplýsingar um verkefni dagsins.
Björgunarsveitarmenn fengu upplýsingar um verkefni dagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Svæðisstjórn björgunarsveita að störfum í Skógarhlíð. Leit að Birnu Brjánsdóttur.
Svæðisstjórn björgunarsveita að störfum í Skógarhlíð. Leit að Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Svæðisstjórn björgunarsveita að störfum í Skógarhlíð. Leit að Birnu Brjánsdóttur.
Svæðisstjórn björgunarsveita að störfum í Skógarhlíð. Leit að Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Svæðisstjórn björgunarsveita að störfum í Skógarhlíð. Leit að Birnu Brjánsdóttur.
Svæðisstjórn björgunarsveita að störfum í Skógarhlíð. Leit að Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert