Vegfarendur fylgdust með fundinum

Fjöldi fólks fylgdist með fundinum í Kringlunni.
Fjöldi fólks fylgdist með fundinum í Kringlunni. mbl.is

Fjöldi fólks fylgdist með blaðamannafundi um hvarf Birnu Brjánsdóttir í Kringlunni í dag. Búið var að koma fyrir flatskjá á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar og gátu vegfarendur fylgst með gangi mála.  

Birna Brjáns­dótt­ir fannst lát­in í dag. Það var áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem kom auga á lík í haf­inu úti fyr­ir Sel­vogs­vita. Lög­regl­an tel­ur að um Birnu sé að ræða en kennsla­nefnd á eft­ir að rann­saka það frek­ar. Um­fangs­mikl­ar aðgerðir voru af hálfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu við Sel­vogs­vita í Sel­vogi síðdeg­is í dag.

Vit­inn er skammt aust­an við húsaþyrp­ing­una í Sel­vogi í átt að Þor­láks­höfn. Er svæðið meðal þeirra staða þar sem björg­un­ar­sveit­ir hafa leitað Birnu Brjáns­dótt­ur í dag. 725 björg­un­ar­sveit­ar­menn hafa komið að leit­inni að Birnu síðustu daga. Enn verður leitað vís­bend­inga á svæðinu í grennd við staðinn þar sem lík henn­ar fannst í dag.

 

 

Birna Brjáns­dótt­ir fannst lát­in í dag.
Birna Brjáns­dótt­ir fannst lát­in í dag. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert