„Bara toppurinn á ísjakanum“

Um 20 kg af hassi fundust um borð í grænlenska ...
Um 20 kg af hassi fundust um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Fíkniefni eru gríðarlegt vandamál á Grænlandi. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

„Þetta er töluvert magn tekið í skipinu en þetta er bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, um þau 20 kg af hassi sem fundust um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir ólíklegt að efnin hafi verið ætluð íslenskum markaði.

Fíkniefnanotkun er gríðarlegt vandamál á Grænlandi og segir Inga Dóra það mikið áhyggjuefni hve stór hópur fólks á öllum aldri notar fíkniefni. „Það er að segja bara hassið, það eru ekki sterkari fíkniefni á Grænlandi, sem betur fer getur maður sagt.“

Frétt mbl.is: Hass óhindrað um íslenskar hafnir

Segir Inga Dóra yfirvöld á Grænlandi stanslaust leitast við að vinna að úrbótum vegna vandans en síðasta sumar heimsótti þáverandi heilbrigðismálaráðherra Grænlands, ásamt fleiri fulltrúum, Sjúkrahúsið Vog og fleiri meðferðarheimili á Íslandi til að kynna sér starfsemina.

Hassið ekki vandamál á Íslandi

„Okkur þykir miklu líklegra að þessi efni hafi verið ætluð til Grænlands, það hefur verið undanfarið, hér höfum við varla orðið vör við hass, þessa brúnu köggla eins og þetta er. Hér virðist kannabisþörfin hafa verið mettuð með grasi,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.

Grímur segir kenninguna sem lögregla vinnur eftir í þessu tiltekna máli vera þá að efnin hafi komið frá Danmörku og ólíklegt þyki að þau séu úr íslenskri framleiðslu eða ætluð íslenskum markaði. „Það má kannski segja að blasi við að þessi leið, að hún sé kannski ágæt fyrir smyglara að nota,“ segir Grímur.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Golli

Íslenska lögreglan hefur verið í sambandi við tollgæslu og fíkniefnalögreglu á Grænlandi og unnið með þeim vegna málsins. Grímur segir ekki útilokað að í framhaldi af þessu máli kunni samvinna með Grænlendingum að vera aukin með einum eða öðrum hætti. „Það má vel vera,“ segir Grímur.

Horfa til Íslands

„Það er töluvert magn af hassi sem náttúrulega kemur inn í landið og það er vel vitað mál og það er mikil umræða um það alls staðar en líka í tengslum við að það er svo stór hópur notenda,“ segir þá Inga Dóra, „það er hræðilega stórt vandamál.“.

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins á Vogi, segist ekki vita til þess að Grænlendingar komi hingað til lands í meðferð að neinu gagni lengur, það sé liðin tíð. Áður var starfandi hér á landi meðferðarstöðin Von sem sérstaklega þjónustaði erlenda áfengis- og vímuefnaneytendur, þ.á m. Grænlendinga og aðra Norðurlandabúa, en henni var lokað fyrir um 10 árum að sögn Þórarins.

„Þá skildist mér á þeim að þeir væru svona að búa sig undir að gera eitthvert átak þar og mér skildist að það væri nú ekki mikið um meðferð þarna,“ segir Þórarinn um heimsókn grænlenskra ráðamanna til Íslands. „Þeir höfðu miklar áhyggjur af kannabisneyslu hjá ungu fólki.“

Fulltrúarnir sem heimsóttu Vog í fyrra höfðu á orði að sögn Þórarins að þeir horfi til Íslands hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Við höfum boðið þeim alla aðstoð en þeir auðvitað verða að byggja þetta upp sjálfir. En það er ekki gott ástand þarna held ég.“

Þarf að bæta úrræði vegna fíkniefna

Lars Emil Johansen, varaforseti Vestnorræna ráðsins, hefur einnig heimsótt meðferðarstofnanir SÁÁ og látið sig málið varða ásamt stjórnvöldum í Grænlandi. „Ég ráðlagði heilbrigðisráðherra okkar að heimsækja Ísland og hún raunar fór í heimsókn síðasta sumar. Síðan þá höfum við skipt um ríkisstjórn svo hún er ekki lengur heilbrigðisráðherra,“ segir Johansen.

Hassið kom að öllum líkindum frá Danmörku og var ætlað ...
Hassið kom að öllum líkindum frá Danmörku og var ætlað grænlenskum markaði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í dag er frítt að fara í meðferð á Grænlandi. „Ég veit að það eru engar stórfréttir fyrir ykkur á Íslandi en á Grænlandi er það mjög nýtt af nálinni að þú þurfir ekki að greiða krónu fyrir meðferðarþjónustu,“ segir Johansen. Enn sé þó meiri áhersla og meiri þekking til að aðstoða fólk sem glímir við áfengisvanda en bæta þarf úr hvað varðar þjónustu við fíkniefnaneytendur. Telur Johansen Grænlendinga geta lært margt af Íslendingum í þeim efnum.

„Áfengisneysla hefur verið stórt vandamál lengi og er enn, en það hefur dregist saman töluvert undanfarna áratugi. En við glímum enn við mikinn vanda, sérstaklega varðandi hass.“

„Ég held að það sé mjög góð hugmynd að vinna með Íslendingum og SÁÁ,“ segir Johansen. „Það er held ég mjög góð leið að horfa til þess hvernig Íslendingar vinna úr þessum vandamálum. Það er mitt ráð til okkar eigin ríkisstjórnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heyskapurinn gengið ágætlega

07:57 Sláttur hefur gengið með ágætum víðast hvar á landinu. Mikil uppskera var í fyrsta slætti sumarsins en víða er minna eftir annan slátt. Útflutningur á heyi verður í svipuðu magni og síðustu ár, mestur til Færeyja. Meira »

Skráningar að nálgast 12.000

07:37 Um 11.800 manns hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fer á laugardaginn.   Meira »

Strekkings norðanátt fram að helgi

07:29 Það er strekkings norðanátt með rigningu í kortunum í dag og á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar, sem segir þó yfirleitt vera bjartara veðurútlit syðra. Öllu hvassara verður suðaustanlands síðdegis og varar vakthafandi veðurfræðingur við að vindhraði geti orðið meiri en 25 m/s í hviðum við fjöll. Meira »

FISK í milljarða fjárfestingar

05:30 Nýtt skip útgerðarfyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK-2, siglir nú til heimahafnar frá Tyrklandi, þar sem það var smíðað í Cemre. Sérstök móttökuathöfn verður á Sauðárkrókshöfn á laugardaginn. Meira »

Algert hrun í bóksölu

05:30 „Þegar næstum þriðjungur veltu hverfur úr atvinnugrein getur vart verið um annað en hrun að ræða. Staðan er nú sem og undanfarin ár ákaflega snúin og ljóst að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Meira »

Hafa lagt milljarða í United

05:30 Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) hafa fjárfest fyrir samtals 2.166 milljónir í United Silicon. Meira »

Veiking krónu ekki komin fram í neyslu

05:30 Kortavelta á hvern ferðamann dróst saman milli mánaða í júní og júlí þótt gengi krónu gæfi eftir. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, segir veikara gengi geta birst í neyslu í haust. Meira »

Býst við átökum um fiskeldismál

05:30 Margs konar sjónarmið eru innan stjórnmálaflokkanna um fiskeldi og fara ekki endilega eftir flokkslínum.  Meira »

Afleysingaskip ekki í sjónmáli

05:30 Óvissa ríkir um samgöngur milli lands og Eyja þegar Herjólfur fer í slipp í næsta mánuði, sem er í annað sinn á fimm mánuðum. Meira »

Ágúst er enn án 20 stiga

05:30 Ágústmánuður er nú hálfnaður og hefur hann verið fremur svalur miðað við það sem algengast hefur verið á öldinni. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Meira »

Hitafundur um skipulagsbreytingu

05:30 Þó nokkur hiti var í fólki á opnum fundi í Borgartúni 14 í gær þar sem kynntar voru breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24, segir íbúi í Túnahverfinu sem mætti til fundarins. Um 50 manns mættu en íbúar höfðu orð á því að fleiri hefðu mætt ef fundurinn hefði verið auglýstur með meiri fyrirvara. Meira »

Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind

Í gær, 23:14 Spáð er norðan- eða norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á Suðausturlandi síðdegis á morgun og fram undir hádegi á föstudaginn. Vindur geti náð meiru en 25 metrum á sekúndu í hviðum við fjöll sem sé varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Meira »

Heimir fer 10 km í hjólastól

Í gær, 23:13 Nokkrir öflugir Eyjamenn, þar á meðal Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, ætla að taka þátt í áheitasöfnun Gunnars Karls Haraldssonar sem heitir á Reykjadal annað árið í röð. Þeir munu allir taka þátt í 10 km hlaupinu í hjólastól. Gunnar Karl kíkti í Magasínið og fór yfir forsöguna. Meira »

Katalóninn sem kom inn úr hitanum

Í gær, 22:14 Jordi Pujolà starfaði árum saman sem fasteignasali í heimaborg sinni Barcelona þegar hann fann hjá sér þörf fyrir að breyta til og helga sig ritstörfum. Frá því hann fluttist til Íslands fyrir fjórum árum ásamt fjölskyldu sinni hefur hann skrifað tvær skáldsögur á spænsku þar sem Ísland er í brennidepli og notar hvert tækifæri til að kynna landið fyrir löndum sínum, m.a. heldur hann úti bloggi til gagns og gamans fyrir spænskumælandi túrista á Íslandi. Meira »

Krónprinsinn fékk fyrirlestur hjá Völku

Í gær, 21:54 „Fyrir okkur sem erum tiltölulega ný þjóð í fiskeldi þá er mikilvægt að kynna sér nýjustu stefnur og strauma í þessum geira,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra sem var á fiskeldisráðstefnu í Noregi þegar blaðamaður náði af henni tali. Meira »

Lokanir svo klára megi malbikun

Í gær, 22:27 Þar sem ekki tókst af óviðráðanlegum ástæðum að klára malbikun á Hellisheiði sem ljúka átti í gær er stefnt að því að ljúka verkinu í kvöld og nótt. Meira »

Mögulegt að skanna genamengi fósturs

Í gær, 22:02 Hægt verður í náinni framtíð að skima fyrir ýmsum gengöllum í fóstrum og í raun skanna allt genamengi ófædds barns með einu blóðsýni úr verðandi móður þess. Þessi tækni er í raun til staðar nú þegar og er notuð í löndunum í kringum okkur, meðal annars til að skima fyrir Downs-heilkenni. Meira »

Meira sig en gert var ráð fyrir

Í gær, 21:28 „Við erum þarna að lenda í ófyrirséðum hlutum sem við áttum ekki von á. Það er meira sig í lóðinni en við áttum von á sem gerir það að verkum að við höfum ekki getað farið með skóflur í hana í sumar. En áformin eru að öðru leyti óbreytt. Þetta hliðrast bara til í tíma. Meira »
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í ágúst. Allt til alls. Ve...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...