„Bara toppurinn á ísjakanum“

Um 20 kg af hassi fundust um borð í grænlenska ...
Um 20 kg af hassi fundust um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Fíkniefni eru gríðarlegt vandamál á Grænlandi. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

„Þetta er töluvert magn tekið í skipinu en þetta er bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, um þau 20 kg af hassi sem fundust um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir ólíklegt að efnin hafi verið ætluð íslenskum markaði.

Fíkniefnanotkun er gríðarlegt vandamál á Grænlandi og segir Inga Dóra það mikið áhyggjuefni hve stór hópur fólks á öllum aldri notar fíkniefni. „Það er að segja bara hassið, það eru ekki sterkari fíkniefni á Grænlandi, sem betur fer getur maður sagt.“

Frétt mbl.is: Hass óhindrað um íslenskar hafnir

Segir Inga Dóra yfirvöld á Grænlandi stanslaust leitast við að vinna að úrbótum vegna vandans en síðasta sumar heimsótti þáverandi heilbrigðismálaráðherra Grænlands, ásamt fleiri fulltrúum, Sjúkrahúsið Vog og fleiri meðferðarheimili á Íslandi til að kynna sér starfsemina.

Hassið ekki vandamál á Íslandi

„Okkur þykir miklu líklegra að þessi efni hafi verið ætluð til Grænlands, það hefur verið undanfarið, hér höfum við varla orðið vör við hass, þessa brúnu köggla eins og þetta er. Hér virðist kannabisþörfin hafa verið mettuð með grasi,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.

Grímur segir kenninguna sem lögregla vinnur eftir í þessu tiltekna máli vera þá að efnin hafi komið frá Danmörku og ólíklegt þyki að þau séu úr íslenskri framleiðslu eða ætluð íslenskum markaði. „Það má kannski segja að blasi við að þessi leið, að hún sé kannski ágæt fyrir smyglara að nota,“ segir Grímur.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Golli

Íslenska lögreglan hefur verið í sambandi við tollgæslu og fíkniefnalögreglu á Grænlandi og unnið með þeim vegna málsins. Grímur segir ekki útilokað að í framhaldi af þessu máli kunni samvinna með Grænlendingum að vera aukin með einum eða öðrum hætti. „Það má vel vera,“ segir Grímur.

Horfa til Íslands

„Það er töluvert magn af hassi sem náttúrulega kemur inn í landið og það er vel vitað mál og það er mikil umræða um það alls staðar en líka í tengslum við að það er svo stór hópur notenda,“ segir þá Inga Dóra, „það er hræðilega stórt vandamál.“.

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins á Vogi, segist ekki vita til þess að Grænlendingar komi hingað til lands í meðferð að neinu gagni lengur, það sé liðin tíð. Áður var starfandi hér á landi meðferðarstöðin Von sem sérstaklega þjónustaði erlenda áfengis- og vímuefnaneytendur, þ.á m. Grænlendinga og aðra Norðurlandabúa, en henni var lokað fyrir um 10 árum að sögn Þórarins.

„Þá skildist mér á þeim að þeir væru svona að búa sig undir að gera eitthvert átak þar og mér skildist að það væri nú ekki mikið um meðferð þarna,“ segir Þórarinn um heimsókn grænlenskra ráðamanna til Íslands. „Þeir höfðu miklar áhyggjur af kannabisneyslu hjá ungu fólki.“

Fulltrúarnir sem heimsóttu Vog í fyrra höfðu á orði að sögn Þórarins að þeir horfi til Íslands hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Við höfum boðið þeim alla aðstoð en þeir auðvitað verða að byggja þetta upp sjálfir. En það er ekki gott ástand þarna held ég.“

Þarf að bæta úrræði vegna fíkniefna

Lars Emil Johansen, varaforseti Vestnorræna ráðsins, hefur einnig heimsótt meðferðarstofnanir SÁÁ og látið sig málið varða ásamt stjórnvöldum í Grænlandi. „Ég ráðlagði heilbrigðisráðherra okkar að heimsækja Ísland og hún raunar fór í heimsókn síðasta sumar. Síðan þá höfum við skipt um ríkisstjórn svo hún er ekki lengur heilbrigðisráðherra,“ segir Johansen.

Hassið kom að öllum líkindum frá Danmörku og var ætlað ...
Hassið kom að öllum líkindum frá Danmörku og var ætlað grænlenskum markaði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í dag er frítt að fara í meðferð á Grænlandi. „Ég veit að það eru engar stórfréttir fyrir ykkur á Íslandi en á Grænlandi er það mjög nýtt af nálinni að þú þurfir ekki að greiða krónu fyrir meðferðarþjónustu,“ segir Johansen. Enn sé þó meiri áhersla og meiri þekking til að aðstoða fólk sem glímir við áfengisvanda en bæta þarf úr hvað varðar þjónustu við fíkniefnaneytendur. Telur Johansen Grænlendinga geta lært margt af Íslendingum í þeim efnum.

„Áfengisneysla hefur verið stórt vandamál lengi og er enn, en það hefur dregist saman töluvert undanfarna áratugi. En við glímum enn við mikinn vanda, sérstaklega varðandi hass.“

„Ég held að það sé mjög góð hugmynd að vinna með Íslendingum og SÁÁ,“ segir Johansen. „Það er held ég mjög góð leið að horfa til þess hvernig Íslendingar vinna úr þessum vandamálum. Það er mitt ráð til okkar eigin ríkisstjórnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þyrlan kölluð út vegna bílslyss

00:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú á tólfta tímanum vegna bílslyss á Vestfjörðum. Ekki hefur náðst í lögregluna á Vestfjörðum og liggja frekari upplýsingar um staðsetningu eða atvik ekki fyrir að svo stöddu. Meira »

Vekja athygli á húsnæðisvanda skólans

Í gær, 21:25 Listaháskólinn stendur fyrir röð viðburða í aðdraganda alþingiskosninganna til að vekja athygli á aðkallandi og húsnæðisvanda Listaháskólans. En m.a. ætla hópar kennara og nemenda að heimsækja kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík nú um helgina. Meira »

Skoða gjaldtöku á Reykjanesi

Í gær, 21:00 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. Verkefnastjóri stofnunarinnar segir að einungis sé verið að kanna viðhorf sveitarfélaga en ekki að leggja neitt til. Meira »

Atvinnulífið aðlagist vetrarfríi

Í gær, 20:45 Vetrarfrí í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hefjast í dag og eru til dæmis í Reykavík og Mosfellsbæ til og með mánudegi. Börn og foreldrar hafa því tækifæri til að gera ýmislegt skemmtilegt saman næstu daga. Meira »

„Slagar hátt í að vera það mesta“

Í gær, 20:38 Tveir er­lend­ir karl­menn sitja nú í gæslu­v­arðhaldi eft­ir að toll­verðir fundu falið í bíl þeirra í Nor­rænu mikið magn af am­feta­mín­vökva. Efnið fannst fyr­ir um það bil hálf­um mánuði við komu ferj­unn­ar til Seyðis­fjarðar við venjubundna leit tollvarða, að sögn Gríms Grímssonar. Meira »

Margar leiðir til að selja fisk yfir netið

Í gær, 20:17 Þótt það sé ekki endilega ódýrara að selja fisk í netverslunum en matvöruverslunum ná markaðsherferðir á netinu til neytenda með skilvirkum hætti. Seljendur þurfa að vinna heimavinnuna sína og tryggja að framboð sé nægt ef viðtökurnar á netinu eru góðar. Meira »

Bryggjuhverfi á teikniborðinu

Í gær, 19:30 Reykjavíkurborg er byrjuð að úthluta lóðum í nýju Bryggjuhverfi í Elliðavogi sem enn er á teikniborðinu. Gert er ráð fyrir allt að 850 íbúðum í þessu nýja hverfi. Hverfið verður þar sem athafnasvæði Björgunar er nú og munu þau mannvirki sem nú eru á lóðinni víkja, utan sementstankarnir tveir. Meira »

Miðflokkurinn hertekur Framsóknarhúsið

Í gær, 20:00 Miðflokkurinn hefur hreiðrað um sig á neðri hæðinni í Framsóknarhúsinu, að Eyrarvegi 15 á Selfossi, og opnar þar kosningaskrifstofu í kvöld með pompi og prakt. Það fer aðeins meira fyrir Miðflokknum í húsinu en flennistórar auglýsingar með andlitum frambjóðenda prýða gluggana. Meira »

Hjúkrunarfræðideild á þolmörkum

Í gær, 19:20 Hjúkrunarfræðideild HÍ er komin að þolmörkum hvað varðar inntöku nýnema að sögn forseta deildarinnar. Um 120 nýnemar hefja nám á hverju ári en dregið hefur úr aðsókn eftir upptöku inntökuprófa. Meira »

Skotveiðifélagið greiði ríkinu milljón

Í gær, 18:49 Hæstiréttur sýknaði í íslenska ríkið af kröfum Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, en Skotveiðifélagið hafði farið fram á að ríkið greiddi sér skaðabætur vegna málskostnaðaðar sem félagið hefði sem orðið fyrir er það sótti mál gegn ríkinu vegna niðurfellingar starfsfsleyfis skotvallar á Álfsnesi. Meira »

Skoða ylstrendur við Gufunes og Skarfaklett

Í gær, 18:22 Tillaga borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett var samþykkt í borgarráði í morgun. Meira »

Ekki starfstjórnar að ræða við hreppinn

Í gær, 18:10 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra afhenti í dag sveitarstjórn Skútustaðahrepps bréf fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra um umbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins. Segir þar að starfsstjórn þyki ekki rétt að fara í viðræður við hreppinn fyrr en að loknum kosningum. Meira »

Strætó ekið á mann í miðborginni

Í gær, 18:05 Strætisvagni var ekið utan í karlmann í miðborginni á fimmta tímanum í dag. Hlaut maðurinn áverka á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Meira »

Dómur ómerktur í auðgunarbrotamáli

Í gær, 17:48 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júlí síðastliðnum í auðgunarbrotamáli, þar sem ákærðu var gefið að sök að hafa undirritað tilkynningar um eigendaskipti á samtals 20 vinnuvélum og ökutækjum, án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. Meira »

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

Í gær, 17:10 Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Hvað á að gera við stjórnarskrána?

Í gær, 17:59 Meðal þess sem verður mögulega á verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar eru stjórnarskrárbreytingar og hvernig skuli standa að þeim. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram við þingkosningarnar sem fram fara 28. október hafa oft á tíðum ólíka stefnu þegar kemur að málaflokknum. Meira »

Flugskýli fullt af froðu

Í gær, 17:20 Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni. Meira »

Vilja samrýmt verklag í kynferðisbrotum

Í gær, 16:59 Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...