„Bara toppurinn á ísjakanum“

Um 20 kg af hassi fundust um borð í grænlenska ...
Um 20 kg af hassi fundust um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Fíkniefni eru gríðarlegt vandamál á Grænlandi. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

„Þetta er töluvert magn tekið í skipinu en þetta er bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, um þau 20 kg af hassi sem fundust um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir ólíklegt að efnin hafi verið ætluð íslenskum markaði.

Fíkniefnanotkun er gríðarlegt vandamál á Grænlandi og segir Inga Dóra það mikið áhyggjuefni hve stór hópur fólks á öllum aldri notar fíkniefni. „Það er að segja bara hassið, það eru ekki sterkari fíkniefni á Grænlandi, sem betur fer getur maður sagt.“

Frétt mbl.is: Hass óhindrað um íslenskar hafnir

Segir Inga Dóra yfirvöld á Grænlandi stanslaust leitast við að vinna að úrbótum vegna vandans en síðasta sumar heimsótti þáverandi heilbrigðismálaráðherra Grænlands, ásamt fleiri fulltrúum, Sjúkrahúsið Vog og fleiri meðferðarheimili á Íslandi til að kynna sér starfsemina.

Hassið ekki vandamál á Íslandi

„Okkur þykir miklu líklegra að þessi efni hafi verið ætluð til Grænlands, það hefur verið undanfarið, hér höfum við varla orðið vör við hass, þessa brúnu köggla eins og þetta er. Hér virðist kannabisþörfin hafa verið mettuð með grasi,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.

Grímur segir kenninguna sem lögregla vinnur eftir í þessu tiltekna máli vera þá að efnin hafi komið frá Danmörku og ólíklegt þyki að þau séu úr íslenskri framleiðslu eða ætluð íslenskum markaði. „Það má kannski segja að blasi við að þessi leið, að hún sé kannski ágæt fyrir smyglara að nota,“ segir Grímur.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Golli

Íslenska lögreglan hefur verið í sambandi við tollgæslu og fíkniefnalögreglu á Grænlandi og unnið með þeim vegna málsins. Grímur segir ekki útilokað að í framhaldi af þessu máli kunni samvinna með Grænlendingum að vera aukin með einum eða öðrum hætti. „Það má vel vera,“ segir Grímur.

Horfa til Íslands

„Það er töluvert magn af hassi sem náttúrulega kemur inn í landið og það er vel vitað mál og það er mikil umræða um það alls staðar en líka í tengslum við að það er svo stór hópur notenda,“ segir þá Inga Dóra, „það er hræðilega stórt vandamál.“.

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins á Vogi, segist ekki vita til þess að Grænlendingar komi hingað til lands í meðferð að neinu gagni lengur, það sé liðin tíð. Áður var starfandi hér á landi meðferðarstöðin Von sem sérstaklega þjónustaði erlenda áfengis- og vímuefnaneytendur, þ.á m. Grænlendinga og aðra Norðurlandabúa, en henni var lokað fyrir um 10 árum að sögn Þórarins.

„Þá skildist mér á þeim að þeir væru svona að búa sig undir að gera eitthvert átak þar og mér skildist að það væri nú ekki mikið um meðferð þarna,“ segir Þórarinn um heimsókn grænlenskra ráðamanna til Íslands. „Þeir höfðu miklar áhyggjur af kannabisneyslu hjá ungu fólki.“

Fulltrúarnir sem heimsóttu Vog í fyrra höfðu á orði að sögn Þórarins að þeir horfi til Íslands hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Við höfum boðið þeim alla aðstoð en þeir auðvitað verða að byggja þetta upp sjálfir. En það er ekki gott ástand þarna held ég.“

Þarf að bæta úrræði vegna fíkniefna

Lars Emil Johansen, varaforseti Vestnorræna ráðsins, hefur einnig heimsótt meðferðarstofnanir SÁÁ og látið sig málið varða ásamt stjórnvöldum í Grænlandi. „Ég ráðlagði heilbrigðisráðherra okkar að heimsækja Ísland og hún raunar fór í heimsókn síðasta sumar. Síðan þá höfum við skipt um ríkisstjórn svo hún er ekki lengur heilbrigðisráðherra,“ segir Johansen.

Hassið kom að öllum líkindum frá Danmörku og var ætlað ...
Hassið kom að öllum líkindum frá Danmörku og var ætlað grænlenskum markaði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í dag er frítt að fara í meðferð á Grænlandi. „Ég veit að það eru engar stórfréttir fyrir ykkur á Íslandi en á Grænlandi er það mjög nýtt af nálinni að þú þurfir ekki að greiða krónu fyrir meðferðarþjónustu,“ segir Johansen. Enn sé þó meiri áhersla og meiri þekking til að aðstoða fólk sem glímir við áfengisvanda en bæta þarf úr hvað varðar þjónustu við fíkniefnaneytendur. Telur Johansen Grænlendinga geta lært margt af Íslendingum í þeim efnum.

„Áfengisneysla hefur verið stórt vandamál lengi og er enn, en það hefur dregist saman töluvert undanfarna áratugi. En við glímum enn við mikinn vanda, sérstaklega varðandi hass.“

„Ég held að það sé mjög góð hugmynd að vinna með Íslendingum og SÁÁ,“ segir Johansen. „Það er held ég mjög góð leið að horfa til þess hvernig Íslendingar vinna úr þessum vandamálum. Það er mitt ráð til okkar eigin ríkisstjórnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Hver veit hvenær þeir koma loks heim“

Í gær, 22:50 Ingi Freyr Sveinbjörnsson er nú strandaglópur í Stokkhólmi í Svíþjóð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Hann og félagi hans, Ísak Andri, eiga að baki langt ferðalag frá Suður-Kóreu þar sem þeir voru að kynna Sled Dogs-snjóskauta. Meira »

Hver klukkustund telur

Í gær, 22:21 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi verkfalli flugvirkja Icelandair. Meira »

Samningar ekki í sjónmáli

Í gær, 21:59 „Við eigum eftir að sitja hérna fram á kvöld og nótt geri ég ráð fyrir,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í samtali við mbl.is. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja og Icelandair hefur staðið yfir síðan klukkan fimm í dag. Meira »

Fólk komist leiðar sinnar í fyrramálið

Í gær, 21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

Í gær, 19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

Í gær, 19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Minntust Klevis við Tjörnina

Í gær, 18:20 Um hundrað manns komu saman við Tjörnina í Reykjavík í dag og kveiktu á kerti til að minnast Klevis Sula, sem lést 8. desember síðastliðinn í kjölfar hnífstunguárásar í miðbæ Reykjavíkur. Klevis fæddist hinn 31. mars 1997 og var því tvítugur þegar hann lést. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

Í gær, 19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

„Þeirra er ábyrgðin“

Í gær, 17:37 Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vara við því að flugvirkjar fái 20 prósenta launahækkun því þá muni allt fara á hliðina. Meira »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

Í gær, 17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljónir í miskabætur. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

Í gær, 16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út aukamannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

Í gær, 16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í München eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar, segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka flug fyrr. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

Í gær, 15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduðu til klukkan þrjú í nótt, þegar upp úr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

Í gær, 13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

Í gær, 11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

Í gær, 15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

Í gær, 11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

Í gær, 11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...