Hótelherbergjum fjölgar um helming

Hótelherbergjum mun fjölga mikið í Reykjavík á næstu árum.
Hótelherbergjum mun fjölga mikið í Reykjavík á næstu árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gert er ráð fyrir að hótelherbergjum í Reykjavík fjölgi um helming á næstu tveimur til fjórum árum.

RÚV greinir frá því að í höfuðborginni séu í byggingu eða í þróun tæplega 2.400 herbergi.

Tæplega 5.000 hótelherbergi eru í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum sem RÚV fékk frá Reykjavíkurborg.

Gert er ráð fyrir að reisa 360 herbergja hótel á Hlíðarenda og 350 herbergja hótel við Grensásveg, auk þess sem framkvæmdir eru hafnar við Marriot Edition Reykjavík-hótelið við Hörpu. Þar verða 250 herbergi.

Í gamla Sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176 stendur til að opna 120 herbergja hótel og einnig jafnstórt hótel við Suðurlandsbraut 18.

Við gamla Íslandsbankahúsið í Lækjargötu verður einnig hótel með 120 herbergjum.

Vitað er af 12 öðrum verkefnum sem eru í þróun eða eru á framkvæmdastigi í Reykjavík, að því er RÚV greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert