Ákærður fyrir vopnuð apótekarán

Apótek Suðurnesja, þar sem síðasta ránið var framið.
Apótek Suðurnesja, þar sem síðasta ránið var framið.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært Bandaríkjamann fyrir vopnuð rán í tveimur apótekum, annars vegar í Apóteki Ólafsvíkur 9. nóvember og hins vegar í Apóteki Suðurnesja 15. nóvember.

Segir í ákærunni að maðurinn hafi farið inn í Apótek Ólafsvíkur með andlit sitt hulið, ógnað þar starfsfólki með hníf og hótað að beita það ofbeldi ef hann fengi ekki afhent lyf og peninga. Hafði hann á brott með sér 34.320 krónur í reiðufé auk lyfja að verðmæti kr. 82.128.

Sex dögum síðar mun maðurinn hafa beitt sömu aðferð í Apóteki Suðurnesja, við Hringbraut í Reykjanesbæ. Fór hann af vettvangi með 64.108 krónur í reiðufé og lyf að verðmæti kr. 81.744, að því er fram kemur í ákærunni.

Tók mikið af ópíóíðalyfjum

Ljóst er að mest hefur maðurinn tekið af svokölluðum ópíóíðalyfjum, eða meðal annars Fentanýl, Contalgin, Oxikodon, Oxycontyn og Oxynorm. Er þeim almennt ávísað við svæsnum eða meðalsvæsnum verkjum, að því er fram kemur á vef embættis landlæknis.

Háttsemi beggja brotanna er í ákæru talin varða við 252. grein hegningarlaga, sem lýtur að ránum. Samkvæmt ákvæðinu getur maðurinn sætt fangelsi ekki skemur en 6 mánuði og allt að 10 árum, verði hann fundinn sekur.

Áður hefur mbl.is fjallað ýtarlega um þau brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið, en til viðbótar við ofangreind rán hefur hann einnig legið undir grun vegna tveggja annarra rána sem framin voru í apótekum um svipað leyti.

Frá vettvangi ránsins í Ólafsvík.
Frá vettvangi ránsins í Ólafsvík. mbl.is/Alfons Finnsson

Grímuklæddur með hníf

Fyrsta ránið átti sér stað í bíla­apó­tek­inu í Kópa­vogi 26. sept­em­ber, eins og mbl.is greindi frá sam­dæg­ursMaður sem huldi and­lit sitt kom þar inn vopnaður hníf og ógnaði starfs­fólki, sagði Gunn­ar Hilm­ars­son, aðal­varðstjóri í Kópa­vogi, í samtali við mbl.is.

Rúm­ur mánuður leið þar til næst var framið rán í apó­teki hér á landi, en það var 5. nóv­em­ber í Suður­veri í Reykja­vík. Þar ógnaði grímu­klædd­ur maður starfs­fólki með hníf, en að sögn lög­reglu hafði maður­inn á brott með sér bæði lyf og pen­inga.

Þá var hann sagður hafa verið í ann­ar­legu ástandi og taldi lög­regla að hann hefði kom­ist í burtu fót­gang­andi.

Stöðvuð á Snæ­fells­nes­vegi

Degi síðar greindi mbl.is frá því að rann­sókn máls­ins væri í járn­um. Lög­regla hafði þá haft einn und­ir grun en sá reynd­ist ekki sek­ur.

Aðeins fjór­um dög­um eft­ir ránið í Suður­veri, eða að kvöldi dags ní­unda nóv­em­ber, var par hand­tekið á flótta eft­ir rán í Apó­teki Ólafs­vík­ur. Var bif­reið pars­ins stöðvuð á Snæ­fells­nes­vegi skammt frá Haffjarðará, en lög­reglu­menn á Akra­nesi höfðu verið kallaðir út til að keyra á móti par­inu og stöðva það, sem þeir gerðu. Kon­an var þá sögð ís­lensk.

Hand­tek­inn á Suður­nesj­um

Ólaf­ur Guðmunds­son, yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi, sagði þá í sam­tali við mbl.is að maður­inn hefði ógnað starfs­fólki apó­teks­ins með hníf og náð að taka á brott með sér lyf.

Loks var maður­inn, ásamt konu, hand­tek­inn eft­ir vopnað rán í Apó­teki Suður­nesja við Hring­braut í Kefla­vík, 15. nóv­em­ber. Hef­ur hann setið í varðhaldi síðan, en konunni var sleppt úr haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert