Skreið á gólfinu fram undir tvítugt

Haraldur Ólafsson.
Haraldur Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég bjó þarna og vissi ekki að lífið gæti verið öðruvísi.“

Þetta segir Haraldur Ólafsson sem árið 1959, þegar hann var þriggja ára gamall, var vistaður á Kópavogshæli þar sem hann bjó næstu 22 árin.

Haraldur er hreyfihamlaður og var vegna þess talinn greindarskertur, þó að engar greiningar hefðu verið gerðar til að athuga það. Hann átti ekki kost á neinni menntun fyrr en á unglingsaldri og fékk engin hjálpartæki til að komast um og skreið því um þar til hann var kominn um tvítugt, að því er fram kemur í umfjöllun um starfsemi Kópavogshælisins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert