Fjallað um „norðurljósavanda“ Íslands

Norðurljósin geta svo sannarlega verið tilkomumikil hér á landi.
Norðurljósin geta svo sannarlega verið tilkomumikil hér á landi. mbl.is/Golli

Breska dagblaðið Independent fjallar í kvöld um afskipti lögreglunnar á Suðurnesjum af tveimur erlendum ferðamönnum. Eins og mbl.is greindi frá á föstudag veittu lögreglumenn embættisins bifreið athygli sem ekið var á Reykjanesbraut, við flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Virt­ist ökumaður­inn eiga í erfiðleik­um með að halda henni á réttri ak­grein og benti akst­urslagið jafn­vel til þess að hann hefði eitt­hvað mis­jafnt á sam­visk­unni.

„Ölvun reynd­ist þó ekki vera ástæða þessa held­ur tjáði hann lög­reglu­mönn­um að hann hefði skyndi­lega orðið var við norður­ljós og ekki tímt að taka af þeim aug­un þótt akstr­in­um héldi hann áfram. Hon­um var bent á að stöðva bif­reiðina á ör­ugg­um stað ef hann ætlaði að halda áfram að horfa upp í him­in­geim­inn,“ sagði í tilkynningu lögreglu.

Í öðru tilviki var bif­reið ekið með rás­andi akst­urslagi fram hjá Kaffitári og inn í Njarðvík.

„Þar var á ferðinni hóp­ur ferðamanna  og kvaðst ökumaður­inn skyndi­lega hafa orðið var við norður­ljós þar sem hann ók með hóp­inn eft­ir Reykja­nes­braut í átt að Reykja­nes­bæ. Hann fékk sömu leiðbein­ing­ar og hinn norður­ljósa­ökumaður­inn,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Ljóst er að atvikin tvö hafa vakið athygli víða, en Independent er aðeins einn nokkurra erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um þennan „norðurljósavanda“ sem upp hefur komið hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert