Göngumaður fann líkið

Table-fjall við Höfðaborg. Öðru nafni Tafelberg.
Table-fjall við Höfðaborg. Öðru nafni Tafelberg. Wikipedia

Göngumaður gekk fram á lík Íslendings í gærmorgun á Platteklip Gorge-gönguleiðinni á Table-fjalli, sem einnig gengur undir nafninu Tafelberg, við Höfðaborg í Suður-Afríku og tilkynnti það til lögreglunnar í borginni og björgunarsveita.

Frétt mbl.is: Íslendingur fannst látinn í Suður-Afríku

Þetta staðfestir lögreglan í svari við skriflegri fyrirspurn frá mbl.is. Íslendingurinn, sem var 19 ára gamall þegar hann lést, var úrskurðaður látinn og líkið afhent meinafræðideild lögreglunnar. Málið er í rannsókn lögreglunnar en krufning mun fara fram til þess að staðfesta banamein mannsins.

Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að lögreglan í Suður-Afríku telji ekkert benda til þess að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Utanríkisþjónustan hefur verið fjölskyldu mannsins innan handar í málinu. 

Vísir hefur eftir yfirvarðsstjóra lögreglunnar í Höfðaborg að maðurinn hafi verið á göngu ásamt vinum sínum og orðið viðskila við hópinn sinn vegna slæms veðurs.

Þegar vinirnir sáu að hann hafði ekki skilað sér niður fjallið gerðu þér þjóðgarðsvörðum viðvart, sem ræstu út leitarflokka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert