Staðfesti gæsluvarðhaldið

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Birnu Brjánsdóttur en maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna varðhald í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn. Verjandi mannsins áfrýjaði þeim dómi.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í um fimm vikur. Rannsókn málsins heldur áfram og miðar vel að sögn lögreglu. Ekki liggur fyrir hvenær kemur að ákvörðun um ákæru í málinu. Birna Brjánsdóttir fannst látin í sjónum við Selvogsvita 22. janúar eftir víðtæka leit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert