Mesta snjódýptin í Borgarfirði

Það snjóaði hressilega í borginni.
Það snjóaði hressilega í borginni.

Mesta snjódýptin sem mældist klukkan níu í morgun var 63 sentimetrar á Neðra-Skarði í Borgarfirði. Næst á eftir var 51 sm í Reykjavík, sem er fe­brú­ar­met í höfuðborginni, og þá mældust 47 sm á Nesjavöllum. Veðurstofan hafði spáð um 30 sentimetrum. 

„Spáð er fallegu vetrarveðri í vikunni, froststillu og nokkuð hægum vindi. Það ætti því að vera hægt að fara á skíði,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur Veðurstofunnar. 

Í nótt snýst í norðaustanátt og verða 10 til 18 metrar á sekúndu. Stífur vindur verður á Vesturlandi og austast á landinu með talsverðri úrkomu sem dregur smám saman úr.

Minni vindur verður á höfuðborgarsvæðinu eða 5 til 10 metrar á sekúndu á morgun. Snjórinn sem féll í nótt gæti því hreyfst eitthvað úr stað á morgun í borginni. Annars er spáð hægum vindi fram eftir vikunni og herðist frostið þegar líður á og nær tveggja stafa tölu víða um land á fimmtudag og föstudag.

Helga segir úrkomuna ekki eiga að hafa komið fólki á óvart því henni hafi verið spáð, þó að hún hafi verið talsvert meiri en spár gerðu ráð fyrir upphaflega. Snjórinn sem féll hafi verið óvenjuloftmikill og nánast hafi verið logn þegar hann féll.  

Snjódýpt á nokkrum stöðum á landinu.
Snjódýpt á nokkrum stöðum á landinu. Skjáskot/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert