Áfram unnið að menntun án aðgreiningar

Í tilefni skýrslu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir, …
Í tilefni skýrslu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir, var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu. mbl.is/Golli

Í tilefni niðurstöðu úttektar Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar á Íslandi var ritað undir samstarfsyfirlýsingu um að fylgja eftir markmiði úttektarinnar á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og stuðning við langtímaþróun menntastefnu á Íslandi.  

Undir samstarfsyfirlýsinguna skrifuðu, Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, Steinn Jóhannsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og Anna Margrét Sigurðardóttir, formaður Heimilis og skóla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert