Búið að opna Reykjanesbraut

Lögreglan lokaði Reykjanesbraut eftir slysið.
Lögreglan lokaði Reykjanesbraut eftir slysið. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að opna Reykjanesbraut á ný fyrir umferð. Henni var lokað í báðar áttir á níunda tímanum vegna umferðarslyss sem varð skammt frá álverinu í Straumsvík.

Tveir bílar lentu í hörðum árekstri á veginum. Fjór­ir voru í bíl­un­um og voru þeir allir fluttir á slysa­deild Land­spít­al­ans til aðhlynn­ing­ar. Þrír þeirra voru slasaðir, misalvarlega.

Ekki hafa feng­ist frekari upp­lýs­ing­ar um meiðsl þeirra í kvöld.

Nokkurn tíma tók að hreinsa veginn eftir slysið þar sem kalla þurfti út teymi til að hreinsa olíu sem lak á vettvangi.

Báðir bílarnir skemmdust mikið og eru óökufærir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert