Reykjanesbraut lokuð

Lögreglan lokaði Reykjanesbraut eftir slysið.
Lögreglan lokaði Reykjanesbraut eftir slysið. mbl.is/Árni Sæberg

Klukkan 20.19 í kvöld barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðarslys á Reykjanesbraut skammt vestan Straumsvíkur (við Brunnhóla) og er brautin lokuð í báðar áttir. Viðbragðsaðilar eru þegar komnir á vettvang.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varð harður tveggja bíla árekstur á veginum. Fjórir voru í bílunum tveimur og voru þrír þeirra fluttir á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Ekki hafa fengist upplýsingar um alvarleika áverka þeirra.

Unnið er að hreinsun á vettvangi og er búist við að Reykjanesbrautin verði lokuð í nokkurn tíma.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með málið.

Uppfært kl. 21.44: Reykjanesbraut er enn lokuð en það styttist í það að sögn lögreglu að hún verði opnuð fyrir umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert