Húsnæðisverð hækkað mest á Íslandi

Húsnæðisverð á Íslandi hefur hækkað mikið að undanförnu.
Húsnæðisverð á Íslandi hefur hækkað mikið að undanförnu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Húsnæðisverð í heiminum hækkaði hvergi meira en á Íslandi á síðasta ári, eða um 14,7% að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri húsnæðisskýrslu fasteignafélagsins Knight Frank yfir húsnæðisverð í heiminum.

Þar kemur fram að Íslandi sé í fyrsta sinn í efsta sæti á listanum síðan félagið kynnti sína fyrstu skýrslu árið 2006.

Húsnæðisverð í heiminum hækkaði að meðaltali um 6% árið 2016 en árið 2015 jókst það um 4,1%.

Þessi 6% aukning er sú mesta síðan á fyrsta fjórðungi ársins 2014.

Tyrkir og Svíar voru í fyrsta og þriðja sæti á listanum í fyrra en núna eru þjóðirnar dottnar niður í 5. og 22. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert