Allir að leita leiða til að hagræða

Fiskvinnsla hjá HB Grand á Akranesi.
Fiskvinnsla hjá HB Grand á Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef verið að heyra í mönnum víðsvegar um land og það er erfitt ástand í greininni núna, sérstaklega í bolfiskinum,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Hátt gengi krónunnar er orðið þungt farg á útflutningsgreinum og kostnaður hækkar enn frekar á árinu vegna 4,5% almennrar launahækkunar 1. maí og 1,5% hækkunar framlags launagreiðenda í lífeyrissjóði 1. júlí næstkomandi.

Jens Garðar segir að kostnaðarhækkanir á útflutningsgreinarnar að undanförnu séu mjög íþyngjandi, sérstaklega vegna hins háa gengis krónunnar og ekkert lát virðist vera á styrkingu hennar.

,,Nú eru, held ég, allir í greininni að leita leiða til að reyna að hagræða og vinna upp á móti þessu ástandi sem er núna í okkar ytra umhverfi, ekki síst í landvinnslunni,“ segir Jens Garðar í umfjöllun um aðbúnað fiskvinnslunnar í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert