Stefnir í uppsagnir á Raufarhöfn

Við höfnina í Raufarhöfn.
Við höfnina í Raufarhöfn. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Allt stefnir í að tíu til tólf manns missi vinnuna hjá fiskvinnslunni Hólmsteini Helgasyni ehf. á Raufarhöfn í vor eða rúm 6,5 prósent íbúa þorpsins.

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar, segir að sárt sé að sjá á eftir þeim störfum sem hverfa en málið sé flókið og ekki víst að störfum fækki í bænum.

„Það er ekki alveg svo einfalt að öll störfin hverfi úr bænum. Á Raufarhöfn eru reknar tvær öflugar fiskvinnslur, þ.e. GBG-fiskverkun og fiskvinnsla Hólmsteins Helgasonar. Byggðakvótinn rann allur til GBG að þessu sinni og því var ekki forsenda til að halda öllum í vinnu hjá Hólmsteini Helgasyni.“

Aðalsteinn gagnrýnir ákvörðun Byggðastofnunar um úthlutun kvótans og segir að stofnunin hefði átt að líta til sérstöðu bæjarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert