Bílalúgunni á BSÍ lokað

Bílar í biðröð við lúguna á BSÍ.
Bílar í biðröð við lúguna á BSÍ.

Þau tímamót urðu um helgina að bílalúgunni sem hefur verið opin á samgöngumiðstöðinni BSÍ undanfarin 37 ár var lokað, að öllum líkindum í hinsta sinn.

Fyrirtækið Fljótt og gott hefur annast veitingasöluna í BSÍ undanfarin sjö ár. Að sögn Daða Agnarssonar, framkvæmdastjóra Fljótt og gott, hafa tímarnir breyst mikið síðustu ár í smásölu í borginni og um leið í bílalúgumenningunni.

„Þessi bílalúgustemning virðist dálítið vera barn síns tíma. Nú ertu kominn með 38 verslanir sem eru opnar allan sólarhringinn á höfuðborgarsvæðinu ef taldar eru með bensínstöðvarnar og stórvörumarkaðirnir. Þetta var ekki til fyrir tíu árum,“ útskýrir Daði og bætir við að matarvögnum hafi einnig fjölgað, auk þess sem veitingastaðir séu sumir hverjir opnir allan sólarhringinn í miðborginni. Landslagið hafi því breyst mikið.

Daði Agnarsson í lúgunni með sviðakjamma.
Daði Agnarsson í lúgunni með sviðakjamma. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meiri áhersla á veitingasalinn

„Ég var í Kaupmannahöfn um daginn og þar eru níu staðir opnir allan sólarhringinn. Við erum með heimsmetið í öllu miðað við hausatölu. Þetta er nánast orðið algjört rugl,“ segir Daði en tekur fram að þau hjá Fljótt og gott séu sátt við sitt hlutskipti. Veitingasalan, sem hefur verið starfrækt í 41 ár í húsinu, heldur ótrauð áfram þó svo að lúgan hverfi á braut.

Meiri áhersla verður núna lögð á veitingasalinn enda kemur mikill fjöldi útlendinga í gegnum umferðarmiðstöðina á degi hverjum. Um þrjú til fimm þúsund fara þar um á degi hverjum þegar minnst er um að vera en um níu þúsund á sumrin þegar erlendir ferðamenn eru flestir hér á landi.“

Fólk fær kjammana áfram 

„Við höfum fært fókusinn inn í veitingasalinn okkar. Við erum að fá gríðarlegt magn af útlendingum. Við höfum staðið fyrir samstarfi við Food Channel varðandi kjammana okkar. Fólk þarf ekki að örvænta því það fær sviðakjammana okkar áfram,“ tekur Daði fram og á við sviðakjammana sem BSÍ er þekkt fyrir að selja. „Það kom alveg fyrir á laugardagsnóttu að fólk var að fá sér kjamma eftir djammið.“

Margir munu eflaust sakna bílalúgunnar í BSÍ.
Margir munu eflaust sakna bílalúgunnar í BSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nostalgíustund hjá fastakúnnum

Hann segir óhætt að fullyrða að bílalúgan hafi verið sú elsta í borginni og ljóst er að sjónarsviptir verður að henni í menningarlífi borgarinnar.  Opið var allan sólarhringinn í lúgunni um helgar en til klukkan 21 á virkum dögum. Daði segir að fastagestir við lúguna sem eru vanir að kaupa sér kjamma, hafi notað tækifærið og keypt þá í hinsta sinn á föstudagskvöld. „Síðustu kjammarnir runnu út þarna á föstudagskvöldið. Það var smá nostalgíustund hjá nokkrum af okkar kúnnum sem höfðu fengið spurnir af þessu.“

Hann nefnir að mikil endurnýjun hafi átt sér stað á veitingastaðnum, auk þess sem taka á húsið að miklu leyti í gegn að utan. „Þetta er á frábærum stað í 101 Reykjavík. Hérna eru alltaf næg frí bílastæði og þetta er dálítið falið leyndarmál í Vatnsmýrinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

24,9 stiga hiti í Húsafelli

Í gær, 23:18 Sumarveðrið er í hámarki þessa dagana og um að gera að njóta, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hæstur hiti á landinu mældist í Húsafelli í dag 24,9 gráður, en hiti fór einnig yfir 24 gráður á Reykjum í Fnjóskadal og Ásgarði. Meira »

Handleggsbrotnaði á trampólíni

Í gær, 22:46 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um trampólínslys við Sjávargrund um sexleytið í kvöld, en þar hafði handleggsbrotnað barn sem lenti illa er það var að hoppa á trampólíninu. Meira »

Komið í lag fyrir miðnætti

Í gær, 21:35 Fjarskiptatruflanir á Vestfjörðum eru að mestu leyti komnar í lag, þar sem flétta 1 er komin í loftið, sem nær til 99,9% landsmanna. Vonast er til að öllum fjarskiptaörðuleikum á svæðinu ljúki fyrir miðnætti. Meira »

Breytt útlit Landssímareitsins

Í gær, 21:30 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa umsókn THG arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Landssímareits við Austurvöll í Reykjavík. Talsverðar breytingar eru á útlitshönnun húsanna frá fyrri stigum eins og hér er sýnt á meðfylgjandi myndum. Meira »

Nýr viti mun rísa við Sæbraut

Í gær, 21:10 Um tíu ár eru síðan innsiglingarvitinn í turni Sjómannaskólans við Háteigsveg hvarf nánast úr augsýn sjómanna, eftir að ýmsar turnbyggingar voru reistar við Höfðatorg. Nú horfir til breytinga, en í bígerð er nýr viti sem staðsettur verður á landfyllingu við Sæbraut. Meira »

Stefnir á topp K2 á fimmtudag

Í gær, 20:54 John Snorri Sigurjónsson sem reynir fyrstur Íslendinga að komast á topp fjallsins K2 segir að hópur sinn áformi að vera þar á fimmtudag. Meira »

Fólk sækir í nábrækurnar

Í gær, 20:10 „Það sem dregur fólk aðallega að safninu er sagan. Það vinsælasta hér eru nábrækurnar,“ segir Sigurður Atlason, eigandi Galdrasafnsins á Hólmavík, en safnið varð á dögunum 17 ára og er fyrir löngu orðinn fastur punktur í tilveru Hólmvíkinga sem helsti ferðamannastaður bæjarins. Meira »

Íhuga einstefnu á hluta Þingvallavegar

Í gær, 20:20 Það er til skoðunar að gera hluta Þingvallavegar að einstefnuvegi. Rúta með 43 farþega valt á veginum í síðustu viku þar sem ástand vegarins er verst. Meiri háttar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á veginum og standa vonir til að þær geti hafist í nóvember. Meira »

Skálholt ekki í eigu ríkisins

Í gær, 19:15 Skálholtskirkja er ekki í eigu ríkisins, þetta segir vígslubiskup Skálholts, sem kveður kirkjuna ekki hafa verið í eigu ríkisins í 50 ár. Í ræðu sinni á Skálholtshátíðinni lét dóms­málaráðherra þau orð falla að sinni ríkið ekki viðhaldi á fá­gæt­um menn­ing­ar­eign­um í eigu þess, eigi ríkið að koma þeim annað. Meira »

Of þungar rútur aka um Þingvelli

Í gær, 18:55 Of þungar rútur aka Gjábakkaveg í þjóðgarðinum á Þingvöllum en Vegagerðin takmarkar öxulþyngd á veginum við 8 tonn. Rútur fá hins vegar að keyra þar á undanþágu. Gert verður við veginn á næstunni en ástand hans er mjög slæmt. Ljóst er að fjölmargar rútur sem eru um 20 tonn fara um veginn. Meira »

Grasnytjar í hallæri og harðindum

Í gær, 18:44 Hvað ef hér yrði ekki bara hrun heldur líka hallæri og harðindi, landið einangrað frá umheiminum og okkur væru allar utanaðkomandi bjargir bannaðar? Trúlega færu allir sem vettlingi gætu valdið að stunda sjálfsþurftarbúskap, sem m.a. fælist væntanlega í að leita sér ætis út um allar koppagrundir. Meira »

Kveikti ekki í bílnum með ákveðinn tilgang í huga

Í gær, 18:35 Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða á föstudaginn er enn í gæsluvarðhaldi og er málið enn í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Staðið til síðan ríkið eignaðist jörðina

Í gær, 18:20 Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns. Lónið mun því frá og með undirrituninni á morgun verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Meira »

Öll sveitarfélögin sýna vináttu í verki

Í gær, 17:24 Yfir 40 milljónir króna hafa safnast í Landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar, Kalak og Hróksins, Vinátta í verki, vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi. Þá hafa öll sveitarfélögin 74 lagt söfnuninni lið. Meira »

Skólpmengun hefur ekki áhrif á Kópavog

Í gær, 16:55 Svo virðist sem skólpmengunin við Faxaskjól hafi ekki áhrif á svæði innan Kópavogs. Mælingar voru gerðar í síðustu viku og verða þær endurteknar á fyrrihluta ágústmánaðar. Meira »

Robert Downey ekki með virk réttindi

Í gær, 17:52 Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hefur ekki óskað eftir því að lögmannsréttindi sín verði endurvirkjuð, og er því ekki á skrá Lögmannafélags Íslands yfir lögmenn hér á landi. Meira »

Hundrað tonnum landað í brakandi blíðu

Í gær, 17:12 Ljósafellið hefur nú nýlokið við að landa um 100 tonnum af fiski á Fáskrúðsfirði. Uppistaðan í aflanum er þorskur sem fer til vinnslu í frystihús Loðnuvinnslunnar og ufsi sem fer á fiskmarkað. Meira »

Myndaði kvenkyns gesti laugarinnar

Í gær, 16:32 Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gestum laugarinnar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en lögregla hefur lagt hald á tölvur og annan tækjabúnað vegna rannsóknarinnar. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
TIL SÖLU
Til sölu Victor Reader hljóðbókaspilari NOTAÐUR. Verð 20.000 nýr kostar um 70....
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....