Bílalúgunni á BSÍ lokað

Bílar í biðröð við lúguna á BSÍ.
Bílar í biðröð við lúguna á BSÍ.

Þau tímamót urðu um helgina að bílalúgunni sem hefur verið opin á samgöngumiðstöðinni BSÍ undanfarin 37 ár var lokað, að öllum líkindum í hinsta sinn.

Fyrirtækið Fljótt og gott hefur annast veitingasöluna í BSÍ undanfarin sjö ár. Að sögn Daða Agnarssonar, framkvæmdastjóra Fljótt og gott, hafa tímarnir breyst mikið síðustu ár í smásölu í borginni og um leið í bílalúgumenningunni.

„Þessi bílalúgustemning virðist dálítið vera barn síns tíma. Nú ertu kominn með 38 verslanir sem eru opnar allan sólarhringinn á höfuðborgarsvæðinu ef taldar eru með bensínstöðvarnar og stórvörumarkaðirnir. Þetta var ekki til fyrir tíu árum,“ útskýrir Daði og bætir við að matarvögnum hafi einnig fjölgað, auk þess sem veitingastaðir séu sumir hverjir opnir allan sólarhringinn í miðborginni. Landslagið hafi því breyst mikið.

Daði Agnarsson í lúgunni með sviðakjamma.
Daði Agnarsson í lúgunni með sviðakjamma. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meiri áhersla á veitingasalinn

„Ég var í Kaupmannahöfn um daginn og þar eru níu staðir opnir allan sólarhringinn. Við erum með heimsmetið í öllu miðað við hausatölu. Þetta er nánast orðið algjört rugl,“ segir Daði en tekur fram að þau hjá Fljótt og gott séu sátt við sitt hlutskipti. Veitingasalan, sem hefur verið starfrækt í 41 ár í húsinu, heldur ótrauð áfram þó svo að lúgan hverfi á braut.

Meiri áhersla verður núna lögð á veitingasalinn enda kemur mikill fjöldi útlendinga í gegnum umferðarmiðstöðina á degi hverjum. Um þrjú til fimm þúsund fara þar um á degi hverjum þegar minnst er um að vera en um níu þúsund á sumrin þegar erlendir ferðamenn eru flestir hér á landi.“

Fólk fær kjammana áfram 

„Við höfum fært fókusinn inn í veitingasalinn okkar. Við erum að fá gríðarlegt magn af útlendingum. Við höfum staðið fyrir samstarfi við Food Channel varðandi kjammana okkar. Fólk þarf ekki að örvænta því það fær sviðakjammana okkar áfram,“ tekur Daði fram og á við sviðakjammana sem BSÍ er þekkt fyrir að selja. „Það kom alveg fyrir á laugardagsnóttu að fólk var að fá sér kjamma eftir djammið.“

Margir munu eflaust sakna bílalúgunnar í BSÍ.
Margir munu eflaust sakna bílalúgunnar í BSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nostalgíustund hjá fastakúnnum

Hann segir óhætt að fullyrða að bílalúgan hafi verið sú elsta í borginni og ljóst er að sjónarsviptir verður að henni í menningarlífi borgarinnar.  Opið var allan sólarhringinn í lúgunni um helgar en til klukkan 21 á virkum dögum. Daði segir að fastagestir við lúguna sem eru vanir að kaupa sér kjamma, hafi notað tækifærið og keypt þá í hinsta sinn á föstudagskvöld. „Síðustu kjammarnir runnu út þarna á föstudagskvöldið. Það var smá nostalgíustund hjá nokkrum af okkar kúnnum sem höfðu fengið spurnir af þessu.“

Hann nefnir að mikil endurnýjun hafi átt sér stað á veitingastaðnum, auk þess sem taka á húsið að miklu leyti í gegn að utan. „Þetta er á frábærum stað í 101 Reykjavík. Hérna eru alltaf næg frí bílastæði og þetta er dálítið falið leyndarmál í Vatnsmýrinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rákust saman í háloftunum

19:40 Tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum í íslenskri lofthelgi fyrir um tveimur vikum síðan. Atvikið átti sér stað í um 3.000 feta hæð vestan við Langjökul þann 5. september og er málið til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Meira »

Stöðvuðu för bílaþjófs

19:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra stöðvuðu för bílaþjófs í grennd við Búsataðveg fyrr í kvöld. Vitni segist hafa séð lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar aka á eftir bílnum í forgangsakstri og að annarri lögreglubifreiðinni hafi verið ekið utan í bílinn. Meira »

Fjárskortur hjá Kvenfélagasambandinu

18:45 Kvenfélagasamband Íslands hefur þurft að segja upp báðum starfsmönnum sínum vegna fjárskorts. Við þurftum því að grípa til uppsagna áður en að það kæmi að því að við hefðum ekki efni á að borga launin,“ segir Bryndís Ásta Birgisdóttir, gjaldkeri sambandsins. Meira »

Íslendingur fær 35 milljónir í Víkingalottó

18:35 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en tæpir þrír millj­arðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Tveir hlutu hins vegar ann­an vinn­ing, sem var tæpar 35 milljónir króna og er annar þeirra búsettur hér á landi. Meira »

Fær afhent gögn úr eineltisskýrslu

18:31 Lögreglukona hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fær aðgang að hluta af gögnum úr sálfræðilegri greinargerð sem embættið lét útbúa eftir kvörtun konunnar um meint einelti í sinn garð. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamála. Meira »

Vinnur úr áföllum og sorg með listsköpun

18:20 Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttur er margt til lista lagt. Hún semur ljóð, skrifar sögur, skreytir kerti, þýðir og býr til gullkorn og margt fleira. Hún notar listsköpun til að tjá tilfinningar sínar og vinna úr áföllum sem hún hefur lent í. Meira »

Vestfirðingar fá að ræða við ráðamenn

17:40 „Þetta er fyrst og fremst tækifæri fyrir Vestfirðinga til þess að ræða við ráðamenn um þessi mikilvægustu uppbyggingarmál,“ segir Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga um borgarafundinn sem haldinn verður næstkomandi sunnudag. Meira »

„Það er allt í hers höndum“

17:50 „Ástandið er eins og Franco hefði komið og tekið yfir. Það er allt í hers höndum. Þeir loka fyrirtækjum og nú [fyrr í dag] er Katalóníutorg fullt af fólki,” segir Jón Arason, sem er búsettur skammt fyrir utan Barcelona. Meira »

„Vítavert gáleysi“ af hálfu hinnar látnu

17:32 Maðurinn ungi, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð við Jökulsárlón árið 2015, neitar því að bera ábyrgð á andláti konunnar. Segir hann konuna hafa sýnt gáleysi. Meira »

Stórt skref í erfðaráðgjöf

17:02 Íslensk erfðagreining greindi frá nýrri rannsókn í dag sem fjallar um áhrif aldurs foreldra á stökkbreytingar í börnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að með rannsókninni séu hann og samstarfsmenn hans að færa heiminum nokkuð gott tæki til að nota í erfðaráðgjöf. Meira »

Úrskurðuð í nálgunarbann gegn dóttur

16:54 Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um að móðir skuli sæta nálgunarbanni í sex vikur gagnvart dóttur sinni og ekki koma í 50 metra fjarlægð frá dvalarstað dótturinnar, veita henni eftirför, heimsækja eða nálgast á almannafæri. Þá má hún heldur ekki setja sig í samband við dótturina með símtölum, tölvupósti eða öðrum hætti. Meira »

Ritaði Ísland undir mynd af Ríki íslams

16:37 Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem sótti um hæli hér á landi árið 2015. Við gerð ógnarmats hjá embætti Ríkislögreglustjóra kom í ljós að maðurinn hafði birt mynd á Facebook-síðu sinni 1. ágúst tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Meira »

Eina vitið að ljúka þingi sem fyrst

16:14 „Þetta samtal er aðeins að þróast. Við erum undir góðri stjórn forseta þingsins að reyna að afmarka örfá mál sem við myndum funda um á þinginu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum fundi flokksformanna með forseta Alþingis. Meira »

Þingfundur er ólíklegur í vikunni

15:31 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að samtali milli flokksformanna og forseta Alþingis verði haldið áfram. Unnur er bjartsýn á að hægt sé að ná samstöðu um einhvern mál en ólíklegt þykir að þingfundur verði boðaður í þessari viku. Meira »

„Nei, það var engin niðurstaða“

15:07 Engin niðurstaða varð á nýafstöðnum fundi formanna flokka sem eiga sæti á Alþingi um hvernig hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Formennirnir funduðu með forseta Alþingis í þinghúsinu og stóð fundurinn í einn og hálfan tíma. Ekki náðist samstaða um þau mál sem talið er einna brýnast að ljúka. Meira »

„Við þurfum að standa okkur betur“

16:10 „Þetta er ekki gott. Það verður eitthvað að gera í þessu, þetta má ekki ganga svona,“ segir sóttvarnalæknir. Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2016 kemur í ljós að þátttaka í bólusetningum við 12 mánaða og 4 ára aldur hefur dregist saman milli ára. Meira »

Byggðastofnun hefði mátt vanda betur til verka

15:13 Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með niðurstöðu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi fyrir sunnanverða Vestfirði. Meira »

Voru reikulir eins og eftir árekstur

14:47 „Sé flett er hálft ár aftur í sögubókunum þá var mín afstaða þá skýr. Ég taldi að það væri nánast bara handavinnan eftir og það væri frekar auðvelt að koma þessu flokkum saman. Ég hef svo sem ekkert breytt um skoðun á því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
Tanktaska á Kawasaki KLR 650
Original taska sem aldrei hefur verið sett á hjól. Verð 20þ Upplýsingar í síma ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...