Bílalúgunni á BSÍ lokað

Bílar í biðröð við lúguna á BSÍ.
Bílar í biðröð við lúguna á BSÍ.

Þau tímamót urðu um helgina að bílalúgunni sem hefur verið opin á samgöngumiðstöðinni BSÍ undanfarin 37 ár var lokað, að öllum líkindum í hinsta sinn.

Fyrirtækið Fljótt og gott hefur annast veitingasöluna í BSÍ undanfarin sjö ár. Að sögn Daða Agnarssonar, framkvæmdastjóra Fljótt og gott, hafa tímarnir breyst mikið síðustu ár í smásölu í borginni og um leið í bílalúgumenningunni.

„Þessi bílalúgustemning virðist dálítið vera barn síns tíma. Nú ertu kominn með 38 verslanir sem eru opnar allan sólarhringinn á höfuðborgarsvæðinu ef taldar eru með bensínstöðvarnar og stórvörumarkaðirnir. Þetta var ekki til fyrir tíu árum,“ útskýrir Daði og bætir við að matarvögnum hafi einnig fjölgað, auk þess sem veitingastaðir séu sumir hverjir opnir allan sólarhringinn í miðborginni. Landslagið hafi því breyst mikið.

Daði Agnarsson í lúgunni með sviðakjamma.
Daði Agnarsson í lúgunni með sviðakjamma. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meiri áhersla á veitingasalinn

„Ég var í Kaupmannahöfn um daginn og þar eru níu staðir opnir allan sólarhringinn. Við erum með heimsmetið í öllu miðað við hausatölu. Þetta er nánast orðið algjört rugl,“ segir Daði en tekur fram að þau hjá Fljótt og gott séu sátt við sitt hlutskipti. Veitingasalan, sem hefur verið starfrækt í 41 ár í húsinu, heldur ótrauð áfram þó svo að lúgan hverfi á braut.

Meiri áhersla verður núna lögð á veitingasalinn enda kemur mikill fjöldi útlendinga í gegnum umferðarmiðstöðina á degi hverjum. Um þrjú til fimm þúsund fara þar um á degi hverjum þegar minnst er um að vera en um níu þúsund á sumrin þegar erlendir ferðamenn eru flestir hér á landi.“

Fólk fær kjammana áfram 

„Við höfum fært fókusinn inn í veitingasalinn okkar. Við erum að fá gríðarlegt magn af útlendingum. Við höfum staðið fyrir samstarfi við Food Channel varðandi kjammana okkar. Fólk þarf ekki að örvænta því það fær sviðakjammana okkar áfram,“ tekur Daði fram og á við sviðakjammana sem BSÍ er þekkt fyrir að selja. „Það kom alveg fyrir á laugardagsnóttu að fólk var að fá sér kjamma eftir djammið.“

Margir munu eflaust sakna bílalúgunnar í BSÍ.
Margir munu eflaust sakna bílalúgunnar í BSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nostalgíustund hjá fastakúnnum

Hann segir óhætt að fullyrða að bílalúgan hafi verið sú elsta í borginni og ljóst er að sjónarsviptir verður að henni í menningarlífi borgarinnar.  Opið var allan sólarhringinn í lúgunni um helgar en til klukkan 21 á virkum dögum. Daði segir að fastagestir við lúguna sem eru vanir að kaupa sér kjamma, hafi notað tækifærið og keypt þá í hinsta sinn á föstudagskvöld. „Síðustu kjammarnir runnu út þarna á föstudagskvöldið. Það var smá nostalgíustund hjá nokkrum af okkar kúnnum sem höfðu fengið spurnir af þessu.“

Hann nefnir að mikil endurnýjun hafi átt sér stað á veitingastaðnum, auk þess sem taka á húsið að miklu leyti í gegn að utan. „Þetta er á frábærum stað í 101 Reykjavík. Hérna eru alltaf næg frí bílastæði og þetta er dálítið falið leyndarmál í Vatnsmýrinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ómerkilegt pólitískt trix

11:06 „Mér finnst yfirlýsing ráðherra vera ómerkilegur kattarþvottur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag. Ummæli Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra í Fréttablaðinu í dag, voru til umræðu. Meira »

Ósyndur og einn í djúpu lauginni

10:44 „Við viljum brýna fyrir fólki með ósynd börn að þau séu með kúta. Börn eru á ábyrgð foreldra sinna þegar þau eru í sundi,“ segir Aðalsteinn Hrafnkelsson, forstöðumaður Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði, þar sem ungum dreng var bjargað frá drukknun í gær. Meira »

Starf félagsráðgjafa aldrei mikilvægara

10:41 Starf félagsráðgjafa er mikilvægt í nútímasamfélagi og verður líklega ekki auðveldara með tímanum. Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Evrópuráðstefnu félagsráðgjafa sem ber yfirskriftina Jaðarsetning í síbreytilegu samfélagi þar sem flóttafólk og aðrir jaðarsettir hópar eru í brennidepli. Meira »

Hundaeigandi sviptur dýrum sínum

10:31 Matvælastofnun hefur tekið tvo hunda og átta hvolpa úr vörslu eiganda. Ástæða vörslusviptingar er óviðunandi aðbúnaður og umhirða, sinnuleysi og vanþekking til að halda dýr. Meira »

Markatöngin leysir málið

10:30 Fjórir nemendur í Varmahlíðarskóla í Skagafirði unnu til verðlauna í nýafstaðinni nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) 2017, en á undanförnum átta árum hafa níu nemendur skólans hlotið verðlaun í keppninni. Meira »

Ræktar risaketti í Reykjanesbæ

10:15 Rósa Jónsdóttir risakattaræktandi hefur ásamt fjölskyldu sinni ræktað risaketti af tegundinni Maine Coon í tæp sjö ár. Á heimili fjölskyldunnar eru að staðaldri sjö kettir en þessa dagana eru kettirnir þrettán talsins. Meira »

Girða við Skógafoss

08:40 Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. Meira »

Dúx FÁ gagnrýnir sameininguna

10:05 Dúx Fjölbrautarskólans við Ármúla segir of mikil völd vera í höndum eins aðila, ef breyta eigi menntakerfi landsins í skólaiðnað. Hilmar Snorri Rögnvaldsson, fæddur árið 1993, er dúx skólans af bóknámsbrautum og hlaut hann viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í raungreinum og þýsku. Meira »

Bjóða Íslendingum tannlæknaþjónustu

08:18 „Ég get ekki skýrt hvers vegna íslenskir tannlæknar bjóða svona hátt verð, ég held að okkar verð sé töluvert eðlilegra,“ segir Grímur Axelsson, umboðsmaður ungversku tannlæknastofunnar Kreativ Dental á Íslandi. Meira »

Einstök tenging við náttúruna

07:57 „Ég hef haft þessa ástríðu frá því ég var unglingur. Maður fylgist með gróðri og veðurfari og fær einstaka tengingu við náttúruna,“ segir Torbjörn Andersen, læknir og býflugnabóndi. Meira »

Nærri 3.000 verið vistuð á Stuðlum

07:37 Vandi þeirra barna og ungmenna sem koma til meðferðar á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, er talsvert flóknari og alvarlegri nú en áður. Fjölþættur vandi, þar sem saman koma neysla og áhættuhegðun, er algengasta ástæða meðferðar. Meira »

Austanátt og rigning

06:55 Spáð er allhvassri austanátt sunnan og vestan til og fremur vætusömu en hægara og lengst af þurru og björtu fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Áframhaldandi austlæg átt næstu daga og rigning eða súld með köflum í flestum landshlutum. Meira »

Eldsvoði á Ísafirði

06:52 Eldur kom upp í íbúð fjölbýlishúss á Ísafirði í nótt. Einn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og tókst honum að komast út af sjálfsdáðum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en töluverður reykur var þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Meira »

Myndu ekki minnka fátækt

05:30 Ný rannsókn OECD bendir til þess að borgaralaunakerfi gæti bitnað á þeim sem þurfa í dag á mestum fjárhagslegum stuðningi að halda. Meira »

Innflutt kjöt selt sem íslenskt?

05:30 Formaður Bændasamtaka Íslands segist hvergi hafa orðið var við að hægt sé að kaupa nýsjálenskt lambakjöt á veitingastöðum hér. Meira »

Matvælastofnun krafin um bætur

05:30 Fyrirtækið Kræsingar (áður Gæðakokkar) í Borgarnesi er að undirbúa skaðabótakröfu á hendur ríkinu vegna framgöngu Matvælastofnunar gagnvart fyrirtækinu. Meira »

Landsréttur í Hegningarhúsið?

05:30 Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR), segir það kunna að verða skoðað hvort Hegningarhúsið henti undir nýjan Landsrétt. Meira »

Byggja nýtt viðhaldsskýli

05:30 Nýtt viðhaldsskýli á vegum Icelandair verður tekið í notkun síðar á þessu ári og verður fullbúið í lok árs með öllum hliðarbyggingum. Þetta segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri ITS. Meira »

Vilborg Arna klífur Everest 2017

Fyrir laghenta nokkur gömu landbúnaðart
Fyrir laghenta nokkur gömu landbúnaðartæki til sölu. Massey Ferguson 135, v. 150...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Til sölu Holy Camp tjaldvagn 1998 árger
Til sölu Holy Camp tjaldvagn 1998 árgerð en í toppstandi Vagninn er með góðum ge...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur 2017
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Lögfræðingafélags Íslands ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...