Ræða málefni United Silicon

United Silicon í Reykjanesbæ.
United Silicon í Reykjanesbæ. Ljósmynd/United Silicon

Opinn fundur verður haldinn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis á miðvikudaginn þar sem rædd verði málefni United Silicon. 

Í tilkynningu vegna fundarins kemur fram að hann verði opinn fjölmiðlum og sendur beint út á vef Alþingis. Forsvarsmenn fyrirtækisins verða boðaðir til fundarins til að ræða verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík.

Tals­verður fjöldi mót­mæl­enda safnaðist sam­an fyr­ir utan ráðhús Reykja­nes­bæj­ar á föstudagskvöld til þess að mót­mæla ástandi meng­un­ar­mála hjá United Silicon í Helgu­vík. Mik­il umræða hef­ur átt sér stað að und­an­förnu vegna meng­un­ar­mála fyr­ir­tæk­is­ins.

Eins og kom fram í síðustu viku er óvissa er um áreiðan­leika arsen­mæl­inga í Helgu­vík. Vís­bend­ing­ar eru um að styrk­ur ar­sens sé minni en fram hef­ur komið. Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ hafa óskað eftir því að verksmiðjunni verði lokað. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, vill að brugðist verði þannig við að „það hætti þessi tilraunastarfsemi USI gagnvart íbúum bæjarins“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert