Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík

Ofn United Silicon gangsettur

21.5. Verið er að gangsetja regnbogaofn kísilverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík. Að sögn Kristleifs Andréssonar, stjórnanda öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, mun gangsetningin taka allt frá hálfri klukkustund til tveggja klukkustunda. Meira »

Mótmæla endurræsingu United Silicon

20.5. Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur, jafnvel þótt um tímabundna gangsetningu vegna gagnaöflunar sé að ræða. Meira »

Fara yfir allar ráðstafanir United Silicon

11.5. Umhverfisstofnun fer nú yfir þær tvær stöðuskýrslur sem stofnunin hefur fengið sendar varðandi kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun segir sérfræðinga stofnunarinnar vera að fara yfir skýrslurnar í samstarfi við norska ráðgjafafyrirtækið Norconsult. Meira »

Ofninn ekki ræstur í þessari viku

4.5. Enn liggur ekki fyrir hvenær ljós­boga­ofn kís­il­málmsmiðju United Silicon verður ræst­ur aft­ur. Stjórn­andi ör­ygg­is- og um­hverf­is­mála hjá United Silicon, segir það þó örugglega ekki verða í þesari viku. Unnið hefur verið að miklum lagfæringum og breytingum frá því að slökkt var á ofninum. Meira »

Mat á umhverfisáhrifum hugsanlega endurskoðað

26.4. Til skoðunar er hjá Skipulagsstofnun hvort erfiðleikar kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík kalli á aðgerðir af hálfu stofnaninnar. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að til greina komi að endurskoða mat á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar. Meira »

Í biðstöðu þar til lykt verður lágmörkuð

26.4. Ekki er enn komin nein dagsetning á það hvenær regnbogaofn kísilmálmsmiðju United Silicon verður ræstur aftur, en það verður þó örugglega ekki í þessari viku. Þetta segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Meira »

Stöðugleiki í framleiðslu lykilatriði

26.4. „Við höfum einsett okkur að fara ekki í gang fyrr en við erum komnir með leiðir til að lágmarka lykt frá framleiðslunni. Stöðugleiki í framleiðslunni skiptir höfuðmáli í því.“ Meira »

Ekki gangsett án samráðs við UST

25.4. Stjórnendur kísilmálmvinnslu United Silicon (USi) í Helguvík gera ekki athugasemdir við þá ákvörðun Umhverfisstofnunar (UST) að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar að nýju nema að höfðu samráði við stofnunina. Meira »

Fjárfestar bíða eftir starfsleyfi

22.4. John Fenger, stjórnarformaður kísilversins Thorsil, segir kæru Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og hóps íbúa í Reykjanesbæ vegna starfsleyfis fyrirtækisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafa hægt á fjárfestingum í fyrirtækinu. Meira »

Bærinn tapar verði af lokun

21.4. „Komi til þess að kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verði lokað um óákveðinn tíma eða alfarið er ljóst að bærinn verður fyrir einhverju fjárhagslegu tjóni.“ Meira »

Aðeins með rykgrímu að störfum

19.4. Öryggi og aðbúnaði starfsmanna í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er ábótavant, að mati Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Fjölmargir starfsmenn fyrirtækisins hafa leitað til félagsins og lýst áhyggjum af öryggi sínu og gert athugasemdir við aðbúnað. Meira »

Ætluðu að loka kísilverinu

19.4. Umhverfisstofnun tilkynnti forsvarsmönnum United Silicon með bréfi miðvikudaginn fyrir páska að ekki yrði hjá því komist að loka kísilverinu vegna þess að frá því streymdi fjöldi efna sem gætu haft langtímaáhrif á heilsufar fólks. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Engin ákvörðun um lokun

18.4. Umhverfisstofnun hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um að loka kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík en mál fyrirtækisins eru hins vegar til skoðunar hjá stofnuninni. Tekin verður ákvörðun um framhaldið þegar þeirri athugun er lokið. Meira »

Búið að slökkva eldinn í kísilverinu

18.4. Búið er að slökkva eld sem kom upp í kísilveri United Silicon í Helguvík í nótt. Slökkviliðsmenn eru þó enn á með öryggisvakt á staðnum til að tryggja að glóð leynist hvergi. Eldur logaði í trégólfum á þremur hæðum í kísilverinu og voru aðstæður til slökkvistarfs erfiðar. Meira »

„Hljótum að kalla eftir rannsókn“

6.4. „Mér finnst sú staða mjög alvarleg sem komin er upp í þessu máli,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is vegna frétta af því að greining á sýnum úr mælistöð skammt frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík við Reykjanesbæ hafi verið röng. Meira »

Áfram fylgst náið með ofninum

21.5. „Breytingarnar sem hafa verið gerðar eiga meðal annars að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri á Umhverfisstofnun. Stefnt er að gang­setn­ingu regnbogaofns kís­il­mál­verk­smiðju United Silicon hf. í Helgu­vík í dag kl. 16, með samþykki Um­hverf­is­stofn­un­ar. Meira »

Ofn United Silicon ræstur á sunnudag

19.5. Stefnt er að gangsetningu ofns kísilmálverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík sunnudaginn 21. maí kl. 16, með samþykki Umhverfisstofnunar Meira »

Kærðu starfsleyfi fyrir Thorsil

5.5. Landvernd, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari í Reykjanesbæ kærðu nýverið starfsleyfi Umhverfisstofnunar til handa kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Meira »

13 metrum hærri en deiliskipulag leyfir

28.4. Byggingar sem bætt var inn á lóð United Silicon eftir að skýrsla um umhverfismat var gerð eru ekki í samræmi við þær deiliskipulagsbreytingar sem bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar halda fram að jafngildi tilkynningu um breytingar á umhverfismati. Hærri byggingin er 13 metrum hærri en deiliskipulag leyfir. Meira »

„Verulega safarík“ ákvæði í samningi

26.4. Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála út í „verulega safarík“ ákvæði um afslætti og ívilnanir í samningi sem ríkið gerði við United Silicon árið 2014. Meira »

Stöðva starfsemi United Silicon

26.4. Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. Meira »

Laust rör olli eldsvoðanum

25.4. Rannsókn Vinnueftirlitsins hefur leitt í ljós að spennutengdur búnaður sem losnaði hafi valdið brunanum í kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík í síðustu viku. Um var að ræða rör sem tengt var rafskauti og rakst utan í stálburðarvirki byggingarinnar. Meira »

Stjórn United Silicon fundar í dag

24.4. Stjórnarfundur hefst hjá United Silicon fyrir hádegi þar sem rætt verður um næstu skref hjá fyrirtækinu. Á fundinn mæta norskir sérfræðingar. Frestur sem Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu til að gera athugasemdir við fyrirætlanir stofnunarinnar um að stöðva starfsemi þess rennur út á miðnætti. Meira »

Frestur United Silicon framlengdur

21.4. Frestur United Silicon til þess að gera athugasemdir við þá fyrirtætlan Umhverfisstofnunar að stöðva starfsemi kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík hefur verið framlengdur til miðnættis á mánudaginn en upphaflegur frestur var til hádegis í dag. Meira »

Starfsemin nú þegar lömuð

20.4. „Starfsemi United Silicon liggur niðri þar til viðgerðum vegna elds, sem kom upp aðfaranótt þriðjudags, verður lokið,“ segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála United Silicon, og bætir við að enn fremur sé unnið að úrbótum vegna kvartana um lykt frá starfsemi verksmiðjunnar. Meira »

Dagsektir koma til greina

19.4. Til greina kemur að Vinnueftirlitið beiti United Silicon dagsektum vegna starfsemi kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík þar til kröfum um úrbætur vegna aðstæðna starfsmanna hefur verið sinnt. Meira »

Norskir sérfræðingar væntanlegir

18.4. „Við leysum þetta ekki með upphrópunum í fjölmiðlum,“ segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, spurður um ummæli Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra um að Umhverfisstofnun ætti að loka kísilverksmiðjunni United Silicon í Helguvík. Meira »

Björt: „Nú er komið nóg“

18.4. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tjáir sig á Facebook-síðu sinni um eldinn sem kom upp í kísilveri United Silicon í Helguvík í nótt. Segir ráðherra nú vera nóg komið og að loka þurfi kísilverinu þar til búið er að kanna mál þess til fulls. Meira »

Eldur í kísilveri United Silicon

18.4. Eldur kom upp í kísilveri United Silicon í Helguvík í nótt. Eldur logaði í trégólfum á þremur hæðum í kísilverinu og voru aðstæður til slökkvistarfs erfiðar.  Meira »

Mannleg mistök fimmfölduðu magnið

6.4. Mannleg mistök hjá rannsóknarstofu ALS Global í Svíþjóð urðu til þess að niðurstöður sýndu fimmfalt meira magn arsens og annarra efna í sýnum úr mælistöðinni við Hólmbergsbraut, skammt frá verksmiðju United Silicon í Reykjanesbæ, en raunverulega voru í sýnunum. Meira »